Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

245. fundur 06. maí 2025 kl. 14:00 - 16:00 í Klöpp á Dalbraut 1
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Aníta Eir Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sveinborg Kristjánsdóttir deildarstjóri farsældarþjónustu fullorðinna
Fundargerð ritaði: Sveinborg Kristjánsdóttir deildarstjóri farsældarþjónustu fullorðinna
Dagskrá

1.Hagir og líðan eldra fólks - skýrsla

2504158

Niðurstöður skýrslu um Hagi og líðan eldra fólks árið 2024 lagðar fram til kynningar.



Gefa niðurstöðurnar mikilvægar upplýsingar um stöðu eldra fólks á Íslandi sem gefa vísbendingar um hvað þarf að leggja áherslu á í stuðningi og þjónustu við eldra fólk.
Lagt fram til kynningar.

Velferðar- og mannréttindaráð leggur áherslu á að niðustöður skýrslunnar auk niðurstaðna könnunar tengiráðgjafa um hagi eldra fólks á Akranesi verði hafðar til hliðsjónar við mótun stuðningsþjónustu við eldra fólk.

Velferðar- og mannréttindaráð vísar niðustöðunum til kynningar í Öldungaráði.

2.Akstursþjónusta Akraneskaupstaðar 2024

2401211

Drög að útboðsgögnum lögð fram til kynningar og umræðu.
Drög að útboðsgögnum kynnt.
Velferðar- og mannréttindaráð felur sviðsstjóra að vinna málið í samræmi við umræður á fundinum.

3.Stefnumótun Akraneskaupstaðar

2209259

Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir, kynnir verkefnaskrá bæjarfélagsins og verkefni á velferðar- og mannréttindasviði sem samþykkt hafa verið í fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar.



Guðrún Þórbjörg kynnir nýtt verklag og hlutverk ráðsins gagnvart verkefnaskránni.
Velferðar- og mannréttindaráðs þakkar kynninguna og fagnar nýju og góðu verklagi. Ráðið óskar eftir umfjöllun um verkefnaskránna ársfjórðungslega.

Fundi slitið - kl. 16:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00