Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

231. fundur 17. september 2024 kl. 16:00 - 18:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Aníta Eir Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sveinborg Kristjánsdóttir deildarstjóri farsældarþjónustu fullorðinna
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Árshlutauppgjör 2024

2405132

Kristjana H. Ólafsdóttir fjármálastjóri fer yfir árshlutauppgjör 2024 og forsendur fjárhagsáætlunar 2025.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Kristjönu fyrir greinargóða yfirferð.

2.Brú hses - Skógarlundur 42, stofnframlag vegna íbúðakjarna 2023

2303217

Farið verður yfir stöðu uppbyggingar á Skógarlundi 42.
Velferðar- og mannréttindaráð fór yfir uppfært kostnaðarskjal vegna framkvæmdanna og fundarpunkta frá fundi starfsmanna Akraneskaupstaðar með verktaka.

3.Skammtímadvöl - könnun

2006313

Fyrirhuguð uppbygging skammtímadvalar fyrir fötluð börn.



Velferðar- og mannréttindaráð hefur frá 2020 falið starfsmönnum að kanna rekstrargrundvöll skammtímadvalar á Akranesi.



Hefur velferðar- og mannréttindaráð sett uppbyggingu skammtímadvalar sem forgangsverkefni næstu tveggja ára á grundvelli heildarstefnu Akraneskaupstaðar.



Velferðar- og mannréttindaráð leggur til við umhverfis- og skipulagssvið að fundin verði hentug lóð/húsnæði fyrir verkefnið.

4.Akstursþjónusta Akraneskaupstaðar 2024

2401211

Minnisblað um núverandi form akstursþjónustu hjá Akraneskaupstað lagt fram ásamt tillögu að breyttu fyrirkomulagi.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar framkvæmdastjóra Höfða og sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs fyrir framlagt minnisblað.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00