Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

222. fundur 19. mars 2024 kl. 15:15 - 18:45 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Aníta Eir Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sveinborg Kristjánsdóttir deildarstjóri farsældarþjónustu fullorðinna
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Skammtímadvöl - könnun

2006313

Velferðar- og mannréttindaráð hefur falið sviðsstjóra að kanna forsendur þess að byggja upp skammtímadvöl á Akranesi.



Mun sú könnun m.a. byggja á greiningarvinnu sem fram fór á árunum 2020-2021.



Pála Marie Einarsdóttir,umsjónarþroskaþjálfi, var fengin til þess að kynna rekstur Móaflatar, skammtímavistunar í Garðabæ.
Velferðar- og mannréttindaráð vill koma á framfæri þakklæti til umsjónarþroskaþjálfa Garðabæjar fyrir fróðlega kynningu.

Bæjarráð sat fundinn undir þessum lið auk Berglindar Jóhannessdóttur, þroskaþjálfa.

Velferðar- og mannréttindaráð óskar eftir að kostnaðaráætlun frá 2021 verði uppfærð miðað við núverandi forsendur til samanburðar við þann kostnað sem hlýst af aðkeyptri þjónustu.

2.Stefnumótun tillaga - Starfshópur um stefnumótun í öldrunarþjónustu

2312001

Á fundi bæjarráðs 29. febrúar sl. og fundi bæjarstjórnar 12. mars sl. var stefnumótunar tillaga starfshóps um stefnumótun í öldrunarþjónustu, samþykkt.



Fól bæjarstjórn velferðar- og mannréttindaráði að formgera tillögur um forgangsröðun verkefna og leggja þær til efnislegrar meðferðar í stjórnsýslu Akraneskaupstaðar.
Velferðar- og mannréttindaráð fjallar um samþykktar tillögur starfshóps og felur sviðsstjóra að hefja strax undirbúning móttöku- og matsteymis og halda áfram með verkefnið "Heilsuefling eldra fólks" sem þegar er hafið.

3.Gjaldskrá stuðningsþjónustu (félagslegrar heimaþjónustu)

2401162

Gjaldskrá stuðningsþjónustu Akraneskaupstaðar lögð fram til staðfestingar.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir framlagða gjaldskrá stuðningsþjónustu Akraneskaupstaðar.

Gjaldskrá vísað til afgreiðslu í bæjarráði.

4.Beykiskógar 17 - starfsmannaíbúð

2101248

Á síðasta fundi velferðar- og mannréttindaráðs, 5. mars, var lögð fram sú tillaga að fara í breytingar innanhúss á Beykiskógum 17 til að bæta aðstöðu starfsfólks og skrifstofurými stjórnenda í samvinnu við Þroskahjálp, eiganda húsnæðisins.



Farið verður yfir niðurstöðu fundar með aðila Þroskahjálpar sem fram fór í liðinni viku og uppfærða kostnaðaráætlun.
Velferðar- og mannréttindaráð er hlynnt fyrirhuguðum breytingum og mælir með samþykkt á viðauka kr. 2.500.000 vegna nauðsynlegrar aðgerðar.

5.Mánaðayfirlit 2024

2403044

Kristjana H. Ólafsdóttir kynnir fjárhagsstöðu málaflokka í janúar 2024 og fer yfir stöðu ársins 2023.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Kristjönu H. Ólafsdóttur fyrir góða kynningu og yfirferð.

Fundi slitið - kl. 18:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00