Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

221. fundur 05. mars 2024 kl. 15:15 - 18:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
 • Einar Brandsson varaformaður
 • Aníta Eir Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sveinborg Kristjánsdóttir deildarstjóri farsældarþjónustu fullorðinna
 • Sólveig Sigurðardóttir deildarstjóri farsældarþjónustu barna
Fundargerð ritaði: Sveinborg Kristjánsdóttir deildarstjóri farsældarþjónustu fullorðinna
Dagskrá

1.Reglur um stuðnings- og stoðþjónustu Akraneskaupstaðar

2311388

Lokadrög kynnt til ákvörðunar í velferðar- og mannréttindaráði.
Björnfríður Björnsdóttir verkefnastjóri stuðnings- og stoðþjónustu kynnti lokadrög að reglum um stuðnings- og stoðþjónustu.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar fyrir góða vinnu og framsetningu og samþykkir lokadrög að reglum um stuðnings- og stoðþjónustu. Drögunum er vísað til umsagnar í notendaráði og til staðfestingar í bæjarráði.

2.Reglur um gjaldskrá stuðningsþjónustu (félagslegrar heimaþjónustu)

2401162

Kynnt lokadrög að reglum um gjaldskrá stuðningsþjónustu ásamt skýringum.
Laufey Jónsdóttir kynnir lokadrög að reglum um gjaldskrá stuðningsþjónustu (félagslegrar heimaþjónustu).
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar fyrir góða vinnu og framsetningu og samþykkir lokadrög að reglum um gjaldsrká stuðningsþjónustu (félagslegrar heimaþjónustu) og vísar þeim til staðfestingar í bæjarráði.

3.Verið velkomin- Frístunda- og félagsstarf barna í samræmdri móttöku

2402289

Kynnt verðu verkefnið: Verið velkomin - Frístunda- og félagsstarf barna í samræmdri móttöku. Akraneskaupstaður fékk styrk að upphæð kr. 1.000.000 frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu til að efla félagsleg tengsl barna á flótta við nærsamfélagið.
Sólveig Sigurðardróttir deildarstjóri farsældarþjónustu barna kynnir aðdragandan að verkefninu "Verið velkomin - Frístunda- og félagsstarf barna í samræmdri móttöku".
Velferðar- og mannréttindaráð lýsir yfir ánægju sinni með verkefnið.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00