Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

206. fundur 20. júní 2023 kl. 16:00 - 20:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
 • Einar Brandsson varaformaður
 • Aníta Eir Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
 • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Mánaðaryfirlit 2023

2303108

Yfirlit fjárhagsstöðu fyrstu fjóra mánuði ársins.Kristjana Helga Ólafsdóttir deildarstjóri fjármála og launa situr fundinn undir þessum lið.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Kristjönu Helgu Ólafsdóttur fyrir greinargóða kynningu.

2.Skarðsbraut 9

2306103

Skarðsbraut 9, íbúð í eigu Akraneskaupstaðar sem leigð er út sem félagslegt leiguhúsnæði. Íbúðin er tóm en þarfnast mikils viðhalds áður en nýr leigjandi flytur inn. Íbúðin er 4.herbergja á 1.hæð.

Velferðar- og mannréttindaráð fjallar um framlagt minnisblað starfsmanns og tekur undir mikilvægi viðhalds á húsnæðinu. Velferðar-og mannréttindaráð óskar eftir því við skipulags- og umhverfisráð að tryggja að nauðsynlegt viðhald fari fram svo unnt verði að koma íbúðinni í útleigu.

3.Gott að eldast - Samstarfsverkefni

2306042

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið auglýsa eftir samstarfi við sveitarfélög og heilbrigðisstofnanir sem vilja vinna að þróunarverkefnum um samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk í heimahúsum. Með samþættingu er átt við að rekstur þjónustunnar sé á einni hendi, jafnt mannafla- sem fjármálastjórn.Skilgreind verða þróunarverkefni til fjögurra ára á grunni aðgerðaáætlunarinnar Gott að eldast sem Alþingi samþykkti þann 10. maí slSkilyrði fyrir þátttöku er að heilbrigðisstofnun sem rekur heimahjúkrun og sveitarfélög (aðilar) sem reka stuðningsþjónustu séu sammála um að einn aðili reki samþætta heimaþjónustu á tilteknu svæði; sveitarfélag, heilbrigðisstofnun eða að þau feli í sameiningu þriðja aðila rekstur þjónustunnar.Valin verða sex svæði til þátttöku. Markmið verkefnanna er að leiða í ljós kosti og galla þess að samþætta rekstur heimaþjónustu.Samstarfsaðilum verður veittur skipulagður stuðningur og ráðgjöf við innleiðingu þróunarverkefnanna og eftirfylgni, auk mats á árangri.

Umsóknarfrestur er til 1. september 2023 og sótt er um á rafrænu formi á eyðublaðavef Stjórnarráðsins.
Velferðar- og mannréttindaráð er jákvætt gagnvart verkefninu og felur sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs að hefja samtal við mögulega samstarfsaðila og kanna vilja til þátttöku.

4.Jöfnunarsjóður - almenn framlög til málaflokks fatlaðs fólks enduráætluð

2306110

Nýjar og endurskoðaðar áætlanir um framlög úr Jöfnunarsjóði lögð fram til kynningar.
Lagt fram til upplýsinga.

5.Jöfnunarsjóður - nýjar og endurskoðaðar áætlanir um framlög

2306109

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, samþykkti nýlega tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs um áætlaða úthlutun almennra framlaga vegna þjónustu við fatlað fólk árið 2023. Framlögin voru endurreiknuð með hliðsjón af búferlaflutningum og nýliðun í samstarfi við sveitarfélög og þjónustusvæði um málefni fatlaðs fólks.Framlögin skiptast þannig að 88% þeirra miða við jöfnun á grunni stuðningsþarfar, 10,75% miða við jöfnun á grunni eigin útsvars og 1,25% miða við fjarlægðir innan þjónustusvæða og fjölda sveitarfélaga á þjónustusvæðum.Heildarframlög ársins eru áætluð 27,4 milljarðar króna en endanleg fjárhæð framlaga ræðst af þróun útsvarsstofns. Árið 2023 er framlagið miðað við 1,21% útsvarsstofns samanborið við 0,99% áður en hækkunin á milli ára nemur um fimm milljörðum króna.Áætlunin verður tekin til endurskoðunar í nóvember 2023
Lagt fram til kynningar.

Velferðar- og mannréttindaráð upplýst um að heildarendurskoðun á verklagi varðandi kostnað og framlög stendur yfir í samvinnu við fjármáladeild.

Akraneskaupstaður sendir endurskoðuð gögn til Jöfnunarsjóðs í október 2023.

Fundi slitið - kl. 20:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00