Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

201. fundur 04. apríl 2023 kl. 16:00 - 18:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
 • Einar Brandsson varaformaður
 • Aníta Eir Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
 • Laufey Jónsdóttir forstöðumaður stuðnings- og stoðþjónustu
Fundargerð ritaði: Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Reglur um notendasamninga

2303187

Reglur um notendasamninga hjá Akraneskaupstað lagðar fram til staðfestingar.
Velferðar- og mannréttindaráð fór yfir drög að endurskoðuðum reglum um notendasamninga. Velferðar- og mannréttindaráð vísar drögunum til kynningar í notendaráði og eftir það til staðfestingar í bæjarráði.
Kristinn Sveinsson vék af fundi undir þessum lið. Sigrún Ríkharðsdóttir sat fundinn undir þessum lið.

2.Reglur um beingreiðslusamninga

2303188

Reglur um beingreiðslusamninga hjá Akraneskaupstað lagðar fram til kynningar.
Velferðar- og mannréttindaráð fór yfir drög að reglum um beingreiðslusamninga. Velferðar- og mannréttindaráð felur starfsmönnum að vinna áfram að drögunum og koma með fyrir ráðið að nýju í maí. Drögin verða kynnt fyrir notendaráði um málefni fatlaðs fólks á Akranesi.
Kristinn Sveinsson vék af fundi undir þessum lið. Sigrún Ríkharðsdóttir sat fundinn undir þessum lið.

3.Hækkun tekju- og eignamarka vegna sérstaks húsnæðisstuðnings frá 1. janúar 2023

2303240

Þann 21. mars sl. barst tilkynning um hækkun tekju- og eignamarka vegna sérstaks húsnæðisstuðnings, en hækkunin nam 7,4% frá síðustu hækkun þann 1. júní 2022.Beinir ráðuneytið því til sveitarfélaga að taka mið af framangreindri hækkun við endurskoðun eigin reglna um sérstakan húsnæðisstuðning.
Lagt fram til kynningar.

4.Samstarf um innleiðingu farsældarlaga

2303064

Samstarfssamningur mennta- og barnamálaráðuneytis og Akraneskaupstaðar.

Akraneskaupstaður óskaði eftir frekari fjárveitingu vegna innleiðingar farsældarlaga í ljósi þess hlutverks sem sveitarfélagið hefur tekið að sér sem frumkvöðlasveitarfélag. Mennta- og barnamálaráðuneyti samþykkti beiðnina og sendi fyrirliggjandi samning sem hefur verið undirritaður og samþykktur af báðum aðilum.
Lagt fram kynningar.

5.Bifreiðar á velferðar- og mannréttindasvið

2303101

Mál er varðar bifreiðar á velferðar- og mannréttindaviði lagt fram til kynningar og umræðu.
Velferðar- og mannréttindaráð fór yfir fyrirliggjandi skjal yfir núverandi bifreiðar í notkun á velferðar- og mannréttindasviði. Ráðið felur starfsmönnum að vinna að frekari greiningu og kostnaðarmati til að hægt sé meta hagstæðasta fyrirkomulagið á rekstri bifreiða á sviðinu. Ráðið leggur jafnframt til að rætt verði um heildstætt fyrirkomulag á rekstri bíla í notkun hjá Akraneskaupstað.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00