Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

200. fundur 16. mars 2023 kl. 16:00 - 18:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Aníta Eir Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Hrefna Rún Ákadóttir félagsráðgjafi
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Brynja leigufélag - beiðni um stofnframlag vegna fjögurra íbúða 2023- 2024

2303125

Brynja Leigufélag sendi erindi dags. 1. mars sl. þar sem óskað er eftir stofnframlagi vegna uppbyggingar fjögurra íbúða á árunum 2023 og 2024.



Stofnvirði fjögurra íbúða er um 200 m. kr. og hlutur Akraneskaupstaðar væri því 24 m. kr.



Þann 22.03.2022 samþykkti bæjarstjórn Akraness stofnframlag að fjárhæð 23,4 m.kr. á árunum 2022 og 2023 til Brynju Leigufélags hses (Brynju Hússjóðs Öryrkjabandalagsins) vegna fyrirhugaðra kaupa félagsins á húsnæði á Akranesi sem yrði til afnota fyrir skjólstæðinga Akraneskaupstaðar, með fyrirvara um samþykki HMS á stofnframlagi ríkisins.



Er þá í raun um tvö stofnframlög að ræða, umfram fyrirliggjandi samþykkt bæjarstjórnar frá 22.03.2022, en samþykkt var á þeim tíma að veita stofnframlag að fjárhæð 23,4 m.kr.
Velferðar- og mannréttindaráð mælir með samþykkt allt að fjögurra stofnframlaga til Brynju Leigufélags á árinu 2023. Velferðar- og mannréttindaráð leggur einnig til að horft verði til þess að Brynja Leigufélag fái tvö stofnframlög á ári, frá og með 2024-2026. Málinu er vísað til frekari afgreiðslu hjá bæjarráði.

2.Bjarg íbúðafélag - Asparskógar 3

2303111

Tilboð til Akraneskaupstaðar frá Bjargi íbúðafélagi um að taka á leigu þrjár íbúðir, til framleigu, í nýjum húsum Bjargs sem til stendur að reisa við Asparskóga 3, í þremur áföngum 1. nóv. 2023, 1.mars 2024 og 1. maí 2024.
Velferðar- og mannréttindaráð fjallar um erindi Bjargs íbúðarfélags. Velferðar- og mannréttindaráð felur starfsmönnum á velferðar- og mannréttindasviði að leggja mat á þarfir einstaklinga á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði og semja við leigufélagið í framhaldinu um leiguhúsnæði.

3.Fundargerðir 2023 - öldungaráð

2301022

17. fundargerð öldungaráðs frá 23. febrúar 2023.
Lagt fram til kynningar.

4.Fundargerðir 2023 - starfshópur um stefnumörkun í öldrunarmálum

2301032

5. fundargerð starfshóps um stefnumörkun í öldrunarmálum frá 11. janúar 2023.

6. fundargerð starfshóps um stefnumörkun í öldrunarmálum frá 25. janúar 2023

7. fundargerð starfshóps um stefnumörkun í öldrunarmálum frá 15. febrúar 2023.

8. fundargerð starfshóps um stefnumörkun í öldrunarmálum frá 21. febrúar 2023.

9. fundargerð starfshóps um stefnumörkun í öldrunarmálum frá 22. febrúar 2023.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00