Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

197. fundur 07. febrúar 2023 kl. 16:00 - 18:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
 • Einar Brandsson varaformaður
 • Aníta Eir Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
 • Hrefna Rún Ákadóttir félagsmálastjóri
 • Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Barnaverndarlög - innleiðing

2204003

Kynning á innleiðingu samþættrar þjónustu í þágu farsældar barna og áhrif þess á verklag og lagaumhverfi barnaverndar.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Erlu Björgu Kristjánsdóttur yfirfélagsráðgjafa í barnavernd og Sólveigu Sigurðardóttur verkefnastjóra samþættrar þjónustu og barnvæns sveitarfélags fyrir greinargóða kynningu.

2.Endurskoðun á reglum - lögmannskostnaður í barnaverndarmálum

2210169

Drög að endurskoðuðum reglum um greiðslu lögmannskostnaðar við vinnslu barnaverndarmála.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Lilju Björgu Ágústsdóttur lögfræðingi og fyrrverandi starfsmanni barnaverndarþjónustu Akraneskaupstaðar fyrir greinargóða kynningu á endurskoðuðum reglum um lögmannskostnað í barnaverndarmálum.

Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir drög að reglum um lögmannskostnað í barnaverndarmálum undir nýju heiti "Reglur Akraneskaupstaðar um veitingu fjárstyrks vegna lögmannskostnaðar skv. 47. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002" og vísar þeim til staðfestingar í bæjarráði.

3.Fundargerðir 2023 - notendaráð um málefni fatlaðs fólks

2301023

15. fundargerð notendaráðs um málefni fatlaðs fólks frá 16. janúar 2023.
Lögð fram til kynningar.

4.Samræmd móttaka flóttafólks

2209282

Akraneskaupstaður hefur samþykkt að gerast móttökusveitarfélag vegna samnræmdrar móttöku flóttafólks. Á grundvelli þess munu Akraneskaupstaður og Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti gera með sér þjónustusamning um samræmda móttöku flóttafólks. Í samningnum þarf að tilgreina þann fjölda notenda sem Akraneskaupstaður hyggst taka á móti og veita þjónustu og er tillaga starfsmanna velferðar- og mannréttindasviðs hvað það snertir lögð fram til umræðu.
Velferðar- og mannréttindaráð leggur til að í þjónustusamningi á milli Akraneskaupstaðar og Félags- og vinnumarkaðsráðuneytis verði samþykkt að Akraneskaupstaður veiti, að lágmarki 40 og að hámarki 80 notendum, þjónustu á hverjum tíma. Akraneskaupstaður samþykkir jafnframt að veita á hverju ári að hámarki 60 notendum þjónustu á 1. ári í samræmdri móttöku.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00