Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

189. fundur 04. október 2022 kl. 16:00 - 18:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Aníta Eir Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
  • Hrefna Rún Ákadóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Sveinborg Kristjánsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Fjöliðjan Smiðjuvellir 28 - leigusamningur

2202071

Stjórnendur Fjöliðjunnar hafa óskað eftir að koma inn á fund Velferðar- og mannréttindaráð til að ræða rýmisþörfina fyrir vinnustaðahlutann á Smiðjuvöllum 28.
Stjórnendur Fjöliðjunnar Guðmundur Páll Jónsson, Ásta Pála Harðardóttir og Árni Jón Harðarson komu inn á fundinn undir þessum lið til að ræða rýmisþörf Fjöliðjunnar - vinnustað að Smiðjuvöllum 28. Það er mat stjórnenda eftir þarfagreiningu að vinnustaðurinn þurfi 315fm.

Velferðar- og mannréttindaráð leggur til við bæjarráð að út frá þarfagreiningu stjórnenda verði stærð fyrirhugaðs rýmis sem leigja á að Smiðjuvöllum 28 endurskoðað.

2.Samræmd móttaka flóttafólks

2209282

Hvatning hefur verið frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu um að fleiri sveitarfélög taki þátt í samræmdri móttöku flóttafólks á Íslandi. Tilgangur með því er að tryggja flóttafólki samfellda og jafna þjónustu óháð því hvaðan það kemur.
Farið yfir samningsdrög um samræmda móttöku flóttafólks við félags- og vinnumarkaðsráðuneyti.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00