Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

188. fundur 20. september 2022 kl. 16:00 - 18:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
 • Aníta Eir Einarsdóttir aðalmaður
 • Ragnheiður Helgadóttir varamaður
Starfsmenn
 • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
 • Hrefna Rún Ákadóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Sveinborg Kristjánsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2024-2026

2207107

Kristjana Helga Ólafsdóttir deildarstjóri fjármála kemur inn á fundinn undir þessum lið og kynnir stöðuna í málaflokknum og fjárhagsáætlunarvinnuna framundan.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Kristjönu Helgu Ólafsdóttur deildarstjóra fjármála fyrir greinargóða kynningu á vinnu við fjárhagsáætlun og stöðu málaflokksins.

2.Húsnæðismál uppbygging 2022

2209151

Kynning og umræða um stöðuna á félagslegu leiguhúsnæði hjá Akraneskaupstað.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Hrefnu Rún Ákadóttur félagsmálastjóra fyrir kynningu á stöðunni á félagslegu leiguhúsnæði hjá Akraneskaupstað.

3.Jafnréttisáætlun

2209187

Jafnréttis- og framkvæmdaáætlun Akraneskaupstaðar. Umræða um endurskoðun á Jafnréttis og framkvæmdaáætlun Akraneskaupstaðar sem á að liggja fyrir einu ári eftir kosningar.
Núverandi Jafnréttis- og framkvæmdaáætlun kynnt. Umræður um endurskoðun á áætluninni og skipun í starfshóp.
Málinu vísað til bæjarráðs til úrvinnslu.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00