Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

179. fundur 05. apríl 2022 kl. 16:00 - 18:00 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá
Anna Þóra sat fundinn í gegnum fjarfundabúnaðinn Teams.

1.Fundargerðir 2022 - öldungaráð

2204012

Fundargerð Öldungaráðs lögð fram til kynningar. 13. og 14. fundargerð Öldungaráðs
Fundargerðir lagðar fram til kynningar. Velferðar- og mannréttindaráð vekur athygli bæjarstjórnar á bókun um tómstundaframlag í 1. fundarlið á 14.fundi sem haldinn var 18. mars 2022.

2.Fundargerðir 2022 - notendaráð

2204011

Fundargerð Notendaráðs um málefni fatlaðs fólks nr. 12 frá 24. janúar 2022 lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

3.Barnaverndarlög - innleiðing

2204003

Samband íslenskra sveitarfélaga óskaði eftir því við mennta- og barnmálaráðherra að gildistöku breytinga barnaverndarlögum verði frestað að lágmarki til 1. október 2022 og helst til næstu áramóta. Samhliða því var lagt til að stofnaður verði innleiðingarhópur með fulltrúum mennta- og barnamálaráðuneytis, Barna- og fjölskyldustofu og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem markvisst mun vinna að innleiðingunni. Með því móti ætti að takast að ljúka innleiðingu stjórnsýslubreytinga í öllum sveitarfélögum.

Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 25. mars 2022 var lagt fram til kynningar meðfylgjandi bréf sambandsins til mennta- og barnamálaráðherra og eftirfarandi bókað og samþykkt:
Stjórnin lýsir ánægju með að ráðherra hefur fallist á að fresta gildistöku ákvæða í lögunum sem fjalla um barnaverndarþjónustu og umdæmisráð, en leggur jafnframt áherslu á að sá frestur sem veittur er nýtist til að skipuleggja fyrirkomulag umdæmisráða.
Lagt fram til kynningar.

4.Fundargerðir 2022 - Stýrihópur um Kalmansvelli 5 - áhaldahús, Fjöliðjuna vinnuhluta og Búkollu

2203031

Fundargerðir stýrihóps um uppbyggingu á Kalmansvöllum.
Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerðir 2022 - Samfélagsmiðstöð Dalbraut 8 - stýrihópur

2203032

Fyrsta fundargerð stýrihóps um Samfélagsmiðstöð.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Anna Þóra samþykkti fundargerð rafrænt.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00