Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

173. fundur 28. janúar 2022 kl. 16:00 - 19:15 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
 • Einar Brandsson varaformaður
 • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá
Anna Þóra sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.

1.Fjöliðjan - opinber skrif leiðbeinenda í fjölmiðlum

2201200

Starfsmenn (leiðbeinendur) Akraneskaupstaðar í Fjöliðjunni hafa birt eftirfarandi í opinberum fjölmiðlum, Skessuhorni, síðustu daga.

Aðsend grein sem birtist í Skessuhorni 19. janúar 2021:
"Hugleiðingar um hagræðingu." Rituð af Þórdísi Ingibjartsdóttur (atvinnufulltrúi Fjöliðjunnar).

Pennagrein sem birtist í Skessuhorni 26. janúar 2021:
"Opið bréf til bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar." Eftirtaldir leiðbeinendur (starfsmenn Akraneskaupstaðar) og fagaðilar skrifa undir greinina:
*Erla Björk Berndsen Pálmadóttir
*Guðrún Fanney Helgadóttir
*Hafdís Arinbjörnsdóttir
*Ingibjörg Freyja Gunnarsdóttir
*Kathrin Jolanta Schymura
*Kolbrún Benediktsdóttir
*Kristín Halldórsdóttir
*María Lúísa Kristjánsdóttir
*Sigurrós Ingigerðardóttir
*Svana Guðmundsdóttir
*Þórdís Ingibjartsdóttir


Guðmundur Páll Jónsson forstöðumaður Fjöliðjunnar sat fundinn undir þessu máli.

Velferðar- og mannréttindaráð vísar til þeirra forsendna sem voru að baki ákvörðunar bæjarstjórnar sbr. fundargerð 1343. fundar frá 14. desember 2021.

Velferðar- og mannréttindaráð leggur áherslu á að starfsmenn á velferðar- og mannréttindasviði leggi sitt af mörkum í vegferð um samfélag án aðgreiningar og leggi sitt af mörkum til að innleiðingin gangi vel fyrir sig og að sem best takist til um uppbygginguna til framtíðar.

Erindisbréf stýrihópa, sem munu fylgja ákvörðun bæjarstjórnar eftir, eru í undirbúningi. Hóparnir mun kallaðir til fulltrúa allra hagaðilar viðkomandi starfseininga, sem eðli máls samkvæmt tekur m.a. allra starfsmanna (þ.m.t. starfsmanna og leiðbeinenda í Fjöliðjunni) og annarra starfsmanna Akraneskaupstaðar. En mikilvægt er að hagaðilar setji sitt mark á útfærslur uppbyggingarinnar þannig að vel takist til um verkefnið.
AÞÞ samþykkti fundargerð með rafrænum hætti.

Fundi slitið - kl. 19:15.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00