Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

160. fundur 16. september 2021 kl. 16:00 - 19:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
  • Laufey Jónsdóttir verkefnisstjóri heimaþjónustu
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Reglur Akraneskaupstaðar um íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum.

2009128

Félagmálaráðuneytið úthlutar út árið 2021, samkvæmt tímabundinni fjárheimild í fjárlögum fyrir árið 2021 og lögum nr. 158/2020, um afmarkaðar og tímabundnar ráðstafanir til að bregðast við áhrifum COVID-19 faraldursins, sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkja til barna frá tekjulágum heimilum til að auka jöfnuð til íþrótta- og tómstundastarfs.
Styrkir þessir eru veittir af sveitarfélaginu á grundvelli VI. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Fyrir 31. desember 2021 skal greiða íþrótta- og tómstundastyrk með börnum fæddum á árunum 2006 til 2015 sem eru með lögheimili á tekjulágum heimilum. Með tekjulágum heimilum er átt við heimili þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings, hjóna eða sambúðarfólks, voru að meðaltali lægri en 787.200 kr. á mánuði á tímabilinu mars til júní 2021. Styrk skal greiða vegna útlagðs kostnaðar við íþrótta- og tómstundastarf á haustönn 2021, allt að 25.000 kr. fyrir hvert barn.

Sveitarfélög setja reglur um um framkvæmdina. Akraneskaupstaður hefur sett sér reglur í samræmi við leiðbeiningar Sambands íslenskra sveitarfélaga um úthlutun styrksins. Lögð er fram breyting á núverandi reglum í samræmi við fyrirliggjandi breytingar á fyrirkomulið á úthlutun styrksins haustið 2021.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að Reglur Akraneskaupstaðar um íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum. Velferðar- og mannréttindaráð vísar reglunum til staðfestingar í bæjarráði.

Fundi slitið - kl. 19:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00