Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

153. fundur 05. maí 2021 kl. 16:00 - 21:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá
Fundur haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.

1.Húsnæðisúrræði- íbúðarhúsnæði fyrir fatlað fólk - lóð

2103321

Skipulags- og umhverfisráð hefur tekið til umfjöllunar tillögu skipulagsfulltrúa um lóðir fyrir húsnæðisúrræði- íbúðarhúsnæði fyrir fatlað fólk.
Laufey Jónsdóttir verkefnastjóri og Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi sátu fundinn undir þessum lið.

Halla kynnti þær tillögur að lóðum fyrir húsnæðisúrræði - íbúðarhúsnæði fyrir fatlað fólk. Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Höllu fyrir góða kynningu. Velferðar- og mannréttindaráð leggur áherslu á áframhaldandi gott samstarf milli hlutaðeigandi um uppbyggingu og staðsetningu á húsnæði fyrir fatlað fólk.

2.Fjöliðjan - uppbygging á Dalbraut 10

1910179

Bæjarráð óskar eftir að skipulags- og umhverfisráð vinni drög að erindisbréfi fyrir starfshóp um uppbyggingu Fjöliðjunnar. Drögunum verði síðan vísað til umsagnar í velferðar- og mannréttindaráði og aftur til bæjarráðs til endanlegrar samþykktar. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi á 194 fundi sínum 26. apríl 2021.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi.

3.Fundargerðir 2021 - öldungaráð

2102013

Lög fram til kynningar 11. fundargerð fundar Öldungaráðs.
Laufey Jónsdóttir verkefnastjóri sat fundinn undir þessum lið.

Lagt fram til kynningar

4.Fundargerðir 2021 - notendaráð um málefni fatlaðra

2101007

Lögð fram til kynningar 7. fundargerð Notendaráðs málefna fatlaðs fólks.
Laufey Jónsdóttir verkefnastjóri sat fundinn undir þessum lið.

Lagt fram til kynningar.

5.Reglur um akstursþjónustu fyrir aldraða

2011027

Velferðar- og mannréttindaráð vísaði drögum að reglum um akstursþjónustu fyrir aldraða til umsagnar í Öldungaráði. Öldungaráð tók málið fyrir á 11. fundi sínum 27. apríl 2021. Umsögn ráðsins er eftirfarandi: Öldungaráð lýsir yfir stuðningi sínum með fyrirhuguð drög að reglum um akstursþjónustu aldraðra.
Laufey Jónsdóttir verkefnastjóri sat fundinn undir þessum lið.

Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að endurskoðun á reglum um akstursþjónustu fyrir aldraða. Velferðar- og mannréttindaráð vísar drögum að reglum til bæjarstjórnar til samþykktar.

6.Reglur um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk

2009212

Velferðar- og mannréttindaráð vísaði drögum að reglum um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk til umsagnar í Notendaráði. Notendaráð tók málið fyrir á 7. fundi sínum 27. apríl 2021. Umsögn ráðsins er eftirfarandi: Notendaráð um málefni fatlaðs fólks á Akranesi fagnar því að drög að reglum um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk séu til endurskoðunar með það að leiðarljósi að bæta lífsgæði fatlaðs fólks á Akranesi. Notendaráðið lýsir yfir ánægju með drögin eins og þau liggja fyrir dag enda hefur tillit verið tekið til fyrri ábendinga ráðsins varðandi reglur um akstursþjónustu. Notendaráð leggur áherslu á það að reglurnar verði vel kynntar fötluðum á Akranesi.
Laufey Jónsdóttir verkefnastjóri sat fundinn undir þessum lið.

Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. Velferðar- og mannréttindaráð vísar drögunum til afgreiðslu í bæjarráði. Með breytingum á akstursþjónustu fyrir fatlað fólk fylgir áætlaður kostnaður vegna korta að upphæð kr. 800.000 á árinu 2021.

7.Styðjandi samfélag fyrir fólk með heilabilun

2102339

Velferðar- og mannréttindaráð vísaði erindi frá Alzheimersamtökunum þess efnis að bjóða Akraneskaupstað að taka þátt í innleiðingu á verkefninu Styðjandi samfélag til Öldungaráðs til umsagnar. Öldungaráð tók erindið fyrir á 11. fundi sínum þann 27. apríl 2021. Umsögn Öldungaráðs er eftirfarandi: Öldungaráð fagnar þessari hugmynd og vonast til að málið fái hljómgrunn innan bæjarstjórnar þar sem heilabiluðum fari fjölgandi í samfélaginu.
Laufey Jónsdóttir verkefnastjóri sat fundinn undir þessum lið.

Velferðar- og mannréttindaráð leggur til við bæjarráð Akraneskaupstaður undirriti samkomulag við Alzheimarsamtökin á Íslandi um að gera bæjarfélagið Akranes að styðjandi samfélagi fyrir fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra.
Fundargerð samþykkt af öllum fundarmönnum með rafrænum hætti. KHS, AÞÞ, EB, SK og SH.

Fundi slitið - kl. 21:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00