Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

147. fundur 17. febrúar 2021 kl. 16:00 - 21:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá
Fundur haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.

1.Vinnu, hæfinga- og dagþjónusta fyrir fatlað fólk - kynning frá Reykjavíkurborg

2102128

Arne Friðrik Karlsson þroskaþjálfi og leiðandi forstöðumaður á skrifstofu málefna fatlaðra á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar kynnti stefnu Reykjavíkurborgar í vinnu-, hæfingu- og virkniúrræðum fyrir fatlað fólk.
Sameiginlegt mál Notendaráðs um málefni fatlaðs fólks á Akranesi. Fulltrúar í Notendaráði sem sátu fundinn voru: Sigríður Margrét Sigurðardóttir, Sólveig Sigurðardóttir, Halldór Jónsson, Kristín Þóra Jóhannsdóttir og Sylvía Kristinsdóttir.

Undir þessum lið sátu Jórunn Petra Guðmundsdóttir forstöðumaður, Gunnhildur Vala Valsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Páll Jónsson forstöðumaður, Ásta Pála Harðardóttir yfirþroskaþjálfi, Berglind Jóhannesdóttir ráðgjafaþroskaþjálfi og Árni Þór Harðarson sátu fundinn.

Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Arne Friðrik fyrir vel upplýsandi og greinargóða kynningu.

2.Vinnumálastofnun Markviss atvinnuleit - Hver - samstarfssamningur 2021

2102110

Samstarfssamning Vinnumálastofnun Vesturlands og Akraneskaupstaður um markvissa atvinnuleit fyrir árið 2021 liggur fyrir.
Eins og fyrri ár er með samningnum ætlað að veita atvinnuleitendum sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerfisins tækifæri til þátttöku í vinnumarkaðsaðgerðum. Markmið samnings er að veita atvinnuleitendum tækifæri til þátttöku í ýmiskonar virkniúrræðum. Tilgangur með þátttöku atvinnuleitenda er að efla þá í atvinnuleitinni. Auka þekkingu þeirra á vinnumarkaðinum, styðja og hvetja í atvinnuleitinni og stuðla á sama tíma að virkni og auka starfshæfni viðkomandi. Með þessum hætti er leitast við að sporna gegn erfiðum félagslegum og heilsufarslegum afleiðinum sem oft fylgja langvarandi atvinnuleysi.
Lagt fram til kynningar.

3.Vinnumálastofnun starfsendurhæfing - Hver - þjónustusamningur

2102108

Samstarfssamning Vinnumálastofnun Vesturlands og Akraneskaupstaður um starfsendurhæfingu fyrir árið 2021 liggur fyrir.
Eins og fyrri ár felur samningurinn í sér að Vinnumálastofnun kaupir þjónustu af Endurhæfingarhúsinu Hver á sviði starfsendurhæfingar fyrir fólk með skerta starfsgetu. Markmiðið er að veita þeim einstaklingum, sem Vinnumálastofnun, Tryggingastofnun ríkisins, heilbrigðisstofnanir eða aðrir viðurkenndir aðilar svo sem velferðarþjónustur sveitarfélaga vísa til Hver, aðstoð með sértækum endurhæfingaraðgerðum og gefa þeim tækifæri á að komast aftur út á vinnumarkaðinn eða skipta um starfsvettvang til dæmis að undangengnu frekara námi.
Lagt fram til kynningar.

4.Dalbraut 4 - Þjónustumiðstöð hönnun og framkvæmd

1904230

Kynning á stöðu framkvæmda við þjónustumiðstöð Dalbraut 4.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð samþykkt af öllum fundarmönnum með rafrænum hætti. KHS, AÞÞ, EB, SK og SH.

Fundi slitið - kl. 21:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00