Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

141. fundur 02. desember 2020 kl. 16:00 - 18:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Hrefna Rún Ákadóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá
Fundur haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.

1.Samvinna eftir skilnað - tilraunaverkefni

2011292

Reynslu verkefnið Samvinna eftir skilnað (SES-Ísland) fór af stað á árinu.
Markmið verkefnisins er að innleiða og þróa nýtt vinnulag í samstarfi félagsmálaráðuneytisins sem snýr að eflingu félagslegrar ráðgjafar með áherslu á skilnaðar-, forsjár- og umgengnismál. Um er að ræða fyrirbyggjandi ráðgjöf til að koma í veg fyrir og/eða draga úr ágreiningi foreldra í skilnaðarferli.
Samkomulag við sveitarfélagið felur í sér skuldbindingu um að viðkomandi starfsmenn innan félagsþjónustu fái svigrúm til þátttöku í reynsluverkefninu, veitingu félagslegrar ráðgjafar auk nauðsynlegrar endurmenntunar.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir að velferðar- og mannréttindasvið taki þátt í reynsluverkefninu. Samningur felur ekki í sér neinn kostnað fyrir sveitarfélagið.

2.Þroskahjálp Húsbyggingasjóður - samningur um uppbyggingu við Beykiskóga 17

1809206

Samningur er á milli Akraneskaupstaðar og Þroskahjálpar um stofnframlag Akraneskaupstaðar vegna uppbyggingar Þroskahjálpar á fimm leigu íbúðum við Beykiskóga 17. Framkvæmdum á húsnæði er lokið og hefur Þroskahjálp afhent nýjum leigjendum íbúðirnar ásamt Akraneskaupstað sem er með íbúð á leigu á fyrstu hæð hússins.
Velferðar- og mannréttindaráð fagnar því að uppbygging Þroskahjálpar á nýjum íbúðum er lokið. Ráðið óskar íbúum til hamingju með nýju heimilin. Velferðar- og mannréttindaráð þakka Þroskahjálp fyrir gott samstarf í þessu verkefni með von um áframhaldandi gott samstarf.

3.Fundargerðir 2020 - Notendaráð um málefni fatlaðra

2011002

Notendaráð um málefni fatlaðs fólks á Akranesi tók til starfa á árinu. Notendaráð starfar eftir samþykkt bæjarstjórnar. Ráðið hefur haldið þrjá fundi og fyrirliggjandi eru fundargerðir þess.
Lagt fram til kynningar.

4.Fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2022-2024

2009162

Gjaldskrá velferðar- og mannréttindasvið vegna ársins 2021.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir fyrirliggjandi áætlaða hækkun á gjaldskrá og vísar málinu til afgreiðslu í bæjarráði.
Fundargerð samþykkt af öllum fundarmönnum með rafrænum hætti. KS, AÞÞ, EB, SK og SH.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00