Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

131. fundur 13. júlí 2020 kl. 09:30 - 11:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sveinborg Kristjánsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Fundargerð ritaði: Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Fjöliðjan - uppbygging á Dalbraut 10

1910179

Sameiginlegur dagskrárliður Velferðar- og mannréttindaráðs og skipulags- og umhverfisráðs, varðandi uppbyggingu Fjöliðjunnar.
Guðmundur Páll Jónsson forstöðumaður Fjöliðjunnar, Ásta Pála Harðardóttir þroskaþjálfi og Árni Jón Harðarsson deildarstjóri sátu fundinn undir þessum líð.

Ráðin leggja til við bæjarráð, að greinargerð starfshóps um framtíðarhúsnæði Fjöliðjunnar að Dalbraut 10, verði höfð til hliðsjónar við uppbyggingu hennar.
Starfshópi verði falið að koma með tillögur um samspil húss og lóðar er varðar framtíðaruppbyggingu Fjöliðjunnar.

2.Samstarf um fjölgun íbúða, eflingu stafrænnar stjórnsýslu og upplýsingagátt

2007050

Viljayfirlýsing Akraneskaupstaðar, Leigufélagsins Bríetar og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um fjölgun íbúða, eflingu stafrafrænnar stjórnsýslu og upplýsingagátta hjá Akraneskaupstað.
Sameiginlegu dagskrárliður velferðar- og mannréttindaráðs og skipulags- og umhverfisráðs.
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri fór yfir ofangreinda viljayfirlýsingu.
Ráðin þakka fyrir góða kynningu og leggja til við bæjaráð að viljayfirlýsingin verði samþykkt.

Fundi slitið - kl. 11:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00