Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

106. fundur 21. maí 2019 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir formaður
 • Einar Brandsson varaformaður
 • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
 • Hrefna Rún Ákadóttir félagsráðgjafi
Fundargerð ritaði: Sveinborg Kristjánsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Klúbburinn Geysir - umsókn um styrk 2019

1905211

Klúbburinn Geysir - umsókn um styrk 2019.
Velferðar- og mannréttindaráð getur ekki orðið við erindinu en óskar Klúbbnum Geysi velfarnaðar í starfi sínu.

2.Samþætt verklag skólaþjónustu og velferðarþjónustu

1905273

Samþætt verklag skólaþjónustu og velferðarþjónustu.
Kynnt er þróunarverkefni Hafnarfjarðarbæjar og Austurlandslíkanið.
Skóla- og frístundaráð og velferðar- og mannréttindaráð leggja til að stofnaður verði þróunarhópur þvert á svið þessara ráða til þess að undirbúa ferli nýs verklags við skóla- og velferðarþjónustu á Akranesi.
Ráðin leggja jafnframt til við bæjarráð að heimild fáist til að ráða í starf verkefnastjóra tímabundið til tveggja ára, til þess að stýra innleiðingu á nýju verklagi frá og með 15. ágúst 2019. Kostnaður vegna ráðningar fyrir árið 2019 er u.þ.b. kr. 765.915 pr. mánuð eða samtals fyrir árið 2019 kr. 3.446.618. Kostnaði vegna næsta árs er vísað til næstu fjárhagsáætlunargerðar.

3.Tímabundin ráðning þroskaþjálfa

1905297

Tímabundin ráðning ráðgjafaþroskaþjálfa í eitt ár.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir ráðningu ráðgjafaþroskaþjálfa, tímabundið í eitt ár, eða til 30. júní 2020.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00