Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

104. fundur 17. apríl 2019 kl. 16:00 - 17:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir formaður
 • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Holtsflöt 9 - Næturvaktir

1904110

Búsetan Holtsflöt 9 - Næturvaktir
Velferðar- og mannréttindaráð felur starfandi sviðsstjóra að kostnaðarmeta viðbótar næturvakt í búsetunni að Holtsflöt 9. Annarsvegar með vakandi næturvakt og hins vegar með sofandi bakvakt. Ráðið óskar eftir því að forstöðumaður búsetunnar komi inn á næsta fund ráðsins og geri frekari grein fyrir málinu.

2.Trúnaðarmál

1808082

Trúnaðarmál.

3.Heimahjúkrun og félagsþjónusta - staða

1904138

Beiðni frá HVE um endurskoðun á innliti heimaþjónustunnar.
Velferðar- og mannréttindaráð óskar eftir nánari greiningu á þörf á aukinni þjónustu á rauðum dögum frá heimaþjónustunni. Ráðið óskar eftir því að málið verði tekið fyrir aftur á næsta fundi.

Fundi slitið - kl. 17:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00