Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

100. fundur 20. febrúar 2019 kl. 16:00 - 16:45 Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili
Nefndarmenn
 • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir formaður
 • Elsa Lára Arnardóttir varaformaður
 • Einar Brandsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
 • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Bjarg íbúðafélag hses samkomulag um samstarf vegna útleigu

1809207

Drög að samkomulagi liggur fyrir, milli Akraneskaupstaðar og Bjargs íbúðafélags hses, um samstarf vegna útleigu á íbúðum. Samkomulagið er í samræmi við yfirlýsingu Akraneskaupstaðar um úthlutun á lóðum til Bjargs íbúðafélags hses. til uppbyggingar á 33 íbúðum á árunum 2018-2019.
Lagt fram til kynningar, afgreiðslu frestað.

2.Þroskahjálp Húsbyggingasjóður - samningur um uppbyggingu

1809206

Akraneskaupstaður samþykkti að ganga til samning við Húsbyggingasjóð Þroskahjálpar um uppbyggingu á leiguhúsnæði á Akranesi. Samþykkt var stofnframlag (12% 4%, samtals 16% af byggingarkostnaði) samkvæmt ákvæðum laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir vegna byggingu íbúða ætlaðar fötluðu fólki ásamt viðbótarrými vegna fötlunar íbúa. Jafnframt sótti Húsbyggingasjóður Þroskahjálpar um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs. ÍLS samþykkti stofnframlag sem hlutfall af stofnvirði samtals kr. 30.731.393 eða 18% auk 4% viðbótarframlag.
Lagt fram til kynningar.

3.Almennar íbúðir fyrir fatlaða einstaklinga - stofnstyrkur til Brynja hússjóður

1811035

Akraneskaupstaður samþykkti að ganga til samning við Brynju Hússjóð Öryrkjabandalagsins um kaup á leiguhúsnæði á Akranesi. Samþykkt var stofnframlag fjárhæð 18,0 mkr. á árinu 2019,samkvæmt ákvæðum laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir og samkvæmt reglum Akraneskaupstaðar um stofnframlög frá árinu 2016. Jafnframt sótti Brynja Hússjóður um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs. ÍLS synjaði umsókn Brynju Hússjóðs um stofnframlag.
Brynja Hússjóður áætlaði að kaupa fimm tveggja herbergja íbúðir.
Lagt fram til kynningar.

4.Trúnaðarmál.

1810019

Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.

Fundi slitið - kl. 16:45.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00