Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

92. fundur 21. nóvember 2018 kl. 16:00 - 17:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir formaður
  • Elsa Lára Arnardóttir varaformaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
  • Hrefna Rún Ákadóttir félagsráðgjafi
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Trúnaðarmál.

1809045

Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.

2.Trúnaðarmál.

1804153

Trúnaðarmál.
Svala mætti til fundar kl. 16:15.

Afgreiðsla trúnaðarmál.

3.Trúnaðarmál.

1811139

Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.

4.Trúnaðarmál.

1811119

Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.

5.Trúnaðarmál.

1811146

Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.

6.Vinnumálastofnun - samstarfssamningur 2019

1811093

Drög að þjónustusamningi fyrir árið 2019 liggja fyrir á milli Vinnumálastofnunar og Akraneskaupstaðar - Endurhæfingarhússins Hver. Drög að samningi fela í sér að Vinnumálastofnun kaupir þjónustu af Endurhæfingarhúsinu Hver á sviði starfsendurhæfingar fyrir fólk með skerta starfsgetu. Markmiðið er að veita þeim einstaklingum, sem Vinnumálastofnun, Tryggingastofnun ríkisins, heilbrigðisstofnanir eða aðrir viðurkenndir aðilar svo sem velferðarþjónustur sveitarfélaga vísa til Hver, aðstoð með sértækum endurhæfingaraðgerðum og gefa þeim tækifæri á að komast aftur út á vinnumarkaðinn eða skipta um starfsvettvang til dæmis að undangengnu frekara námi.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir samninginn.

7.Vinnumálastofnun - HVER samstarfssamningur 2019

1811136

Drög að samstarfssamningi Vinnumálastofnunar Vesturlands og Akraneskaupstaðar - Endurhæfingarhússins Hver liggur fyrir, fyrir árið 2019. Samningnum er ætlað að veita atvinnuleitendum sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerfisins tækifæri til þátttöku í vinnumarkaðsaðgerðum. Samningur þessi tekur til verkefnisins ,,Markviss atvinnuleit“ í umsjón Endurhæfingarhússins Hver (Akraneskaupstaður) en markmið samnings er að veita atvinnuleitendum tækifæri til þátttöku í ýmiskonar virkniúrræðum. Tilgangur með þátttöku atvinnuleitenda er að efla þá í atvinnuleitinni. Auka þekkingu þeirra á vinnumarkaðinum, styðja og hvetja í atvinnuleitinni og stuðla á sama tíma að virkni og auka starfshæfni viðkomandi. Með þessum hætti er leitast við að sporna gegn erfiðum félagslegum og heilsufarslegum afleiðingum sem oft fylgja langvarandi atvinnuleysi.
Afgreiðslu frestað.

Fundi slitið - kl. 17:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00