Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

73. fundur 10. janúar 2018 kl. 16:00 - 17:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir formaður
 • Einar Brandsson varaformaður
 • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
 • Gunnhildur Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
 • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Reglur um fjárhagsaðstoð Akraneskaupstaðar

1801118

Grunnupphæð fjárhagsaðstoðar í reglum um fjárhagsaðstoð Akraneskaupstaðar hefur hækkað eins og gjaldskrár Akraneskaupstaðar síðustu ár.
Velferðar- og mannréttindaráð leggur til að eftirfarandi breyting verði gerð á grein 11. í Reglum um fjárhagsaðstoð Akraneskaupstaðar:
11. grein
Grunnfjárhæð
Framfærsla barna ekki talin með
Fjárhagsaðstoð til einstaklinga 18 ára og eldri getur numið allt að kr. 160.000 á mánuði, hér eftir nefnd grunnupphæð. Fjárhagsaðstoð til hjóna og fólks í skráðri sambúð getur numið allt að kr. 256.000 á mánuði (kr.160.000 grunnupphæð * 1,6). Mat á fjárhagsaðstoð er óháð því hvort barn eða börn búa á heimilinu. Undantekning er þegar umsækjandi hefur skertar barnabætur í kjölfar skilnaðar/sambúðarslita og skal þá tekið tillit til skerðingarinnar við mat á þjónustuþörf. Fjárhæðir verða endurskoðaðar af velferðar- og mannréttindaráði árlega í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar.

Með þessum breytingum á grunnupphæð fjárhagsaðstoðar Akraneskaupstaðar hækki grunnupphæð fjárhagsaðstoðar um 7,37% 1. janúar 2018 í stað 2.2% sem lagt er til í fjárhagsáætlun. Hækkunin mun rúmast innan 02110 Fjárhagsaðstoðar fjárhagsáætlunar 2018.
Velferðar- og mannréttindaráð vísar samþykkt sinni á breytingum á 11. gr. reglna um fjárhagsaðstoð á Akranesi til staðfestingar í bæjarráði og bæjarstjórn.
Velferðar- og mannréttindaráð óskar eftir því að reglurnar verði endurskoðaðar í heild sinni með tilliti til breytinga á orðalagi og lagðar aftur fyrir ráðið mars 2018.

2.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning

1612050

Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning á Akranesi voru samþykktar í bæjarstjórn 10. janúar 2017. Tillaga að breytingum á reglunum nú snúa að orðalagi greina, bæta greinum við og hækka tekjuviðmið sem liggja til grundvallar ákvörðun húsnæðisbóta hverju sinni.
Tillögur um breytingar á reglunum eru í samræmi við leiðbeinandi reglur velferðarráðuneytisins fyrir sveitarfélög.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning á Akranesi og vísar þeim til staðfestingar í bæjarráði og bæjarstjórn.

3.Bílaleigusamningur vegna búsetuþjónustu

1801079

Samningur um langtímaleigu á bifreið í búsetuþjónustu fyrir fatlaða rennur út í janúar 2018. Verðkönnun hefur farið fram hjá þremur bílaleigufyrirtækjum innan rammasamnings ríkiskaupa. Verðkönnunin var gerð til að fá fram þau verð sem aðilum að rammasamningum standa til boða skv. rammasamningum.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir að gengið verði til samninga við bílaleigu fyrirtækið Bílaleiga Flugleiða Hertz og vísar samningi til staðfestingar í bæjarráði. Upphæð samnings rúmast innan fjárhagsáætlunar 2018.

4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2017

1702057

Velferðarnefnd Alþingis hefur sent eftirfarandi mál til umsagnar:
26. mál til umsagnar - frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir.
27. mál til umsagnar - frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (samningur Sþ um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál).
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00