Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

64. fundur 30. ágúst 2017 kl. 16:00 - 17:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir formaður
 • Einar Brandsson varaformaður
 • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
 • Gunnhildur Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
 • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Reglur um leigu á íbúðum Akraneskaupstaðar

1706134

Drög að reglum um leigu á íbúðum Akraneskaupstaðar liggja nú fyrir. Reglunum er ætlað að koma í stað reglna um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur á Akranesi.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir drög að reglum um leigu á íbúðum Akraneskaupstaðar og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn.

2.Íbúaþing um farsæl efri ár á Akranesi

1708094

Íbúaþing um farsæl efri ár verður haldið á Akranesi 27. september 2017 klukkan 17:00-21:00 í Grundaskóla. Íbúaþingið er haldið í tengslum við starfshóp sem bæjarráð skipaði í lok árs 2016 til að fjalla um samráð og stefnumótun aldraðra.

Markmið íbúaþingsins er að leita svara við eftirfarandi spurningum:
Hvað er gott við að eldast á Akranesi?
Hvernig viltu sjá málefni eldri borgara á Akranesi þróast?
Hvernig getur Akraneskaupstaður stuðlað að farsælum efri árum?
Hvað getum við sem einstaklingar gert til að stuðla að farsælum efri árum?

Allir íbúar á Akranesi eru velkomnir á íbúaþingið. Niðurstöður íbúaþingsins verða notaðar sem innlegg í stefnumótunarvinnu sem starfshópurinn vinnur að.

Íbúaþing um farsæl efri ár verður auglýst í fjölmiðlum, heimasíðu Akraneskaupstaðar, heimasíðu FEBAN og fleiri miðlum á næstu dögum.
Velferðar- og mannréttindaráð hvetur sem flesta til að mæta og taka þátt í mótun stefnu til framtíðar í þessum mikilvæga málaflokki.

3.Trúnaðarmál.

1708159

Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.

4.Trúnaðarmál.

1708158

Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.

5.Trúnaðarmál.

1708157

Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.

6.Trúnaðarmál.

1708139

Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.

7.Trúnaðarmál.

1706072

Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.

8.Trúnaðarmál.

1708121

Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.

9.Trúnaðarmál.

1701221

Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.

10.Trúnaðarmál.

1708180

Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.

Fundi slitið - kl. 17:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00