Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

63. fundur 16. ágúst 2017 kl. 16:00 - 17:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir formaður
 • Einar Brandsson varaformaður
 • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
 • Gunnhildur Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
 • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Reglur um leigu á íbúðum Akraneskaupstaðar.

1706134

Drög að reglum um leigu á íbúðum Akraneskaupstaðar liggja nú fyrir. Reglunum er ætlað að koma í stað reglna um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur á Akranesi.
Drög að reglum um leigu á íbúðum Akraneskaupstaðar lagðar fram. Málinu frestað til næsta fundar.

2.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning.

1612050

Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning á Akranesi voru samþykktar í desember 2016. Lagt er til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á þeim reglunum:
*Við 3ju grein bætist við 6. liður.
"Staða umsækjanda verður að vera metin að lágmarki til sex stiga, þar af að lágmarki til tveggja stiga hvað varðar félagslegar aðstæður, sbr. matsviðmið í fylgiskjali með reglum þessum."

*Ný grein sem verður númer 6 og færast aðrar greinar um eitt númer. 6. grein verður þannig:
"Viðmið vegna mats á félagslegum aðstæðum. Mat á félagslegum aðstæðum umsækjenda fer að meginstefnu eftir sömu sjónarmiðum og þegar önnur aðstoð er veitt á grundvelli laga um félagsþjónustu sveitarfélaga."

Tillögur um breytingar á reglunum eru í samræmi við leiðbeinandi reglur velferðarráðuneytisins fyrir sveitarfélög.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning á Akranesi og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn.

3.Trúnaðarmál.

1706153

Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.

Fundi slitið - kl. 17:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00