Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

62. fundur 28. júní 2017 kl. 16:00 - 17:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir formaður
 • Einar Brandsson varaformaður
 • Gunnhildur Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
 • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Samráðshópur um málefni fatlaðra einstaklinga

1705157

Velferðar- og mannréttindaráð Akraneskaupstaðar auglýsti eftir framboðum og/eða tilnefningum í samráðshóp um málefni fatlaðra á Akranesi. Ráðið mun skipa fimm fulltrúa í samráðshópinn og þrjá til vara. Þrír fulltrúar notenda, einn fulltrúi aðstandanda fullorðins notanda þjónustu Akraneskaupstaðar og einn aðstandandi barns. Samráðshópnum er ætlað að vera bæjarstjórn og ráðum Akraneskaupstaðar til ráðgjafar í málefnum fatlaðra, fylgjast með stefnumótun og þróun hugmyndafræði er varða þjónustu við fatlaða og gera tillögur að breytingum á þjónustu sveitarfélagsins, hafa samráð við þjónustuþega, hagsmunaaðila og íbúa í sveitarfélaginu um málefni fatlaðra. Framboð og tilnefningar hafa borist um fulltrúa til setu í starfshópnum.
Velferðar- og mannréttindaráð tilnefndir eftirfarandi aðila í samráðshóp um málefni fatlaðra á Akranesi frá ágúst 2017 til og með júní 2018:
Freyr Karlsson,
Borghildur Birgisdóttir,
Böðvar Guðmundsson,
Sigríður Margrét Matthíasdóttir,
Sólveig Sigurðardóttir.

Boðað verður til fyrsta fundar samráðshóps um málefni fatlaðra á Akranesi í september 2017. Formaður velferðar- og mannréttindaráðs mun sitja þann fund.

2.Samráðshópur um málefni íbúa af erlendum uppruna á Akranesi

1705145

Velferðar- og mannréttindaráð Akraneskaupstaðar auglýsti eftir framboðum og/eða tilnefningum í samráðshóp um málefni íbúa af erlendum uppruna á Akranesi. Ráðið mun skipa fimm fulltrúa í samráðshópinn og þrjá til vara. Samráðshópnum er ætlað að vera bæjarstjórn og ráðum Akraneskaupstaðar til ráðgjafar í málefnum íbúa af erlendum uppruna, gera tillögu að breytingum á þjónustu sveitarfélagsins, hafa samráð við hagsmunaaðila og íbúa í sveitarfélaginu um málefni íbúa af erlendum uppruna. Framboð og tilnefningar hafa borist um fulltrúa til setu í starfshópnum.
Velferðar- og mannréttindaráð tilnefndir eftirfarandi aðila í samráðshóp um málefni íbúa af erlendum uppruna á Akranesi frá ágúst 2017 til og með júní 2018:
Stephen John Watt,
Bakir Anwar Nassar,
Emilia Teresa Orlilta,
Adriana Monika Malczyk,
Uchechukwu Michael Eze.

Boðað verður til fyrsta fundar samráðshóps um málefni íbúa af erlendum uppruna á Akranesi í september 2017. Formaður velferðar- og mannréttindaráðs mun sitja þann fund.

3.Trúnaðarmál.

1503180

Trúnaðarmál.

4.Trúnaðarmál.

1706133

Trúnaðarmál.

5.Trúnaðarmál.

1706132

Trúnaðarmál.

6.Íbúðir í eigu Íbúðalánasjóðs á Akranesi

1706042

Íbúðalánasjóður er um þessar mundir að hafa samband við sveitarfélög með það í huga að bjóða þeim til viðræðna um möguleg kaup þeirra fasteigna í eigu sjóðsins innan viðkomandi sveitarfélags. Á Akranesi eru eignir ILS 12 og nýttar með eftirfarandi hætti:
*Í leigu, 5 eignir
*Í sölu, 6 eignir
*Í skráningu og annað, 1 eign
Velferðar- og mannréttindaráð frestaði afgreiðslu erindisins á síðasta fundi.
Velferðar- og mannréttindaráð telur þörf á að Akraneskaupstður hafi yfir að ráða húsnæði fyrir skjólstæðinga sína. Ráðið vísar því til ákvörðunar bæjarráðs að skoða kaup á eftirtöldum íbúðum:
Garðabraut 2, Einigrund 8 eða Vallarbraut 7. Einnig verði kannað hvort aðrar íbúðir í almennri sölu geti mætt þeirri brýnu þörf sem upp er komin og þarf að leysa.

Fundi slitið - kl. 17:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00