Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

53. fundur 18. janúar 2017 kl. 16:00 - 17:15 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Trúnaðarmál.

1612140

Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.

2.Uppsögn á samningi um bakvaktir barnaverndar

1612109

Starfsmenn Akraneskaupstaðar sem ganga bakvaktir barnaverndar hafa sagt upp samningi sem undirritaður var árið 2012. Uppsögn tekur gildi 1. apríl 2017.
Sviðsstjóri og félagsmálastjóri greindu frá uppsögn á samningi starfsmanna á bakvöktum í barnavernd. Unnið er að greiningu á starfi barnaverndar hjá Akraneskaupstað. Niðurstaða verður kynnt ráðinu áður en uppsögn tekur gildi.

3.Endurnýjun bifreiðar fyrir ferðaþjónustu fatlaðra

1601443

Verðkönnun fór fram vegna endurnýjunar á þjónustubifreið fyrir ferðaþjónustu fatlaðra og aldraðra á Akranesi. Eitt verðboð barst í verkið.
Opin voru verðboð í verkið 22. desember 2016.
Verðboð sem barst í verkið "Kaup og breyting á þjónustubifreið fyrir ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk á Akranesi":

BL. Kr. 10.967.853-
Kostnaðaráætlun verkkaupa kr. 12.000.000-

Velferðar- og mannréttindaráð veitir sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs og framkvæmdastjóra Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Höfða heimild til að ganga frá verksamningi við bjóðanda á grundvelli verðboðsgagna.

4.Starfsendurhæfing Vesturlands - leiga á húsnæði við Suðurgötu 57

1402250

Samningur hefur verið milli Akraneskaupstaðar og Starfsendurhæfingar Vesturlands um afnot af húsnæði að Suðurgötu 57, Akranesi og aðgengi að tilteknum mannvirkjum og búnaði í eigu Akraneskaupstaðar. Leigusamningurinn gildir frá 1. janúar 2015 og er uppsegjanlegur af beggja hálfu með 3 mánaða fyrirvara. Endurskoðun á samningi átti í fyrsta skipti að fara fram lok árs 2016.
Velferðar- og mannréttindaráð leggur til að bæjarráð endurskoði leigu og endurgjald fyrir aðstöðunotkun með tilliti til vísitöluhækkunar.
Sveinborg vék af fundi kl. 16:55.

5.Tómstundaráðgjöf fyrir 60 ára tilraunaverkefni

1701200

Samstarf hefur verið milli skóla- og frístundasviðs og velferðar- og mannréttindasviðs í samvinnu við íþróttafulltrúa ÍA um að móta tilraunaverkefnið "Tómstundaráðgjöf fyrir aldurshópinn 60 ára og eldri sem eru ekki lengur á vinnumarkaði". Aðrir samstarfsaðilar verða FEBAN, félag eldri borgara á Akranesi og nágrenni.
Velferðar- og mannréttindaráð lýsir yfir ánægju yfir þessu samstarfi.

6.Þroskahjálp - húsnæðisáætlanir, stofnframlög og skyldur sveitarfélaga gagnvart fötluðu fólki

1612039

Bréf Þroskahjálpar þar sem vakin er athygli stjórnenda sveitarfélaga á að huga sérstaklega að aðstæðum og þörfum fólks með þroskahömlun og fatlaðs fólks almennt þegar þeir gera áætlanir í húsnæðismálum og setja reglur og/eða taka ákvarðanir um veitingu stofnframlaga samkvæmt nýjum lögum sem um það gilda.
Laft fram til kynningar.

7.Leiðbeinandireglur fyrir sveitarfélög um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings skv. 2. mgr. 45. gr. l

1701207

Velferðarráðuneytið samþykkti 30. desember 2016 leiðbeinandi reglur fyrir sveitarfélög um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings skv. 2. mgr. 45. gr. laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélag, með síðari breytingum. Viðmiðunarreglurnar höfðu áður verið sendar út í drögum til umsagnar hjá sveitarfélögum. Veigamesta breytingin felst í viðmiðunarfjárhæðum skv. 8. gr., en þær fjárhæðir hafa verið hækkaðar um 13,4% frá þeirri útgáfu sem send var út til umsagnar.
Lagt fram til kynningar.

8.Almennar íbúðir - stofnstyrkur til Brynja hússjóður

1607041

Velferðar- og mannréttindaráð lagði til við bæjarráð á 47. fundi sínum 26. október sl. að farið yrði í samstarf við Brynju hússjóð samkvæmt umsókn þeirra um stofnframlag Akraneskaupstaðar til kaupa á 6 íbúðum fyrir öryrkja fram til ársins 2018. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 27. október sl. umsókn Brynju Hússjóðs um stofnstyrk. Svar hefur nú borist frá Íbúðalánasjóði á umsókn Brynju og verða þrjár íbúðir keyptar á árinu 2017.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00