Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

34. fundur 02. mars 2016 kl. 16:00 - 18:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir formaður
 • Einar Brandsson varaformaður
 • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
 • Gunnhildur Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
 • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Mannréttindastefna - samráðshópar

1410137

Lögð fram drög að erindisbréfum fyrir samráðshópa um málefni innflytjenda, aldraðra og fatlaðra sbr. bókun ráðsins á 33. fundi.
Velferðar-og mannréttindaráð fór yfir drög að erindisbréfum. Sviðsstjóra falið að leita umsagna hagsmunaaðila.

2.Áskorun vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar

1602238

Í tölvupósti frá 24. febrúar upplýsa Landssamtökin Þroskahjálp um áskorun átta félagasamtaka sem vinna í þágu barna og unglinga á stjórnvöld að bregðast við þeim athugasemdum sem koma fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga.(sjá http://www.throskahjalp.is/is/samtokin/frettir/askorun-vegna-skyrslu-rikisendurskodunar)
Lagt fram til kynningar.

3.Capacent könnun - þjónusta sveitarfélaga 2015

1510065

Kynning á niðurstöðum könnunar Capacent á viðhorfum íbúa til þjónustu sveitarfélagsins 2015 á velferðar- og mannréttindasviði.
Velferðar- og mannréttindaráð óskar eftir að gerð verði þjónustukönnun meðal notenda og aðstandenda. Ráðið felur sviðsstjóra að kanna kostnað og óska eftir fjárheimild til bæjarráðs.

4.Trúnaðarmál

1602270

5.Trúnaðarmál

1602239

6.Trúnaðarmál

1602241

7.Trúnaðarmál

1602240

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00