Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

26. fundur 04. nóvember 2015 kl. 16:00 - 19:15 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir formaður
 • Einar Brandsson varaformaður
 • Gunnhildur Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Anna Þóra Þorgilsdóttir varamaður
Starfsmenn
 • Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Fundargerð ritaði: Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá
Ingibjörg Pálmadóttir boðaði forföll. Anna Þóra Þorgilsdóttir mætti í hennar stað.

1.Starfsáætlun Velferðar- og mannréttindasviðs 2016

1511041

Lögð fram drög að starfsáætlun Velferðar- og mannréttindasviðs fyrir árið 2016.
Farið yfir drög að starfsáætlun velferðar- og mannréttindasviðs. Velferðar- og mannréttindaráð leggur til að skerpt verði á tímasetningum í áætluninni.

2.Forsendur fjárhagsáætlunar Velferðar- og mannréttindasviðs 2016

1509212

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun velferðar- og mannréttindasviðs til umræðu.
Farið yfir drög að áætlun sviðsins. Fram kom að mæta þarf viðbótarfjárþörf vegna nýrra verkefna innan þess ramma sem fram kemur í drögunum. Sviðsstjóra falið að koma tillögum ráðsins að tilfærslum á milli liða til fjármáladeildar skv. umræðum á fundinum.

3.Jafnréttisáætlun Akraneskaupstaðar

1510080

Lögð fram drög að jafnréttisáætlun Akraneskaupstaðar 20015-2017.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir jafnréttisáætlun Akraneskaupstaðar 2015-2017. Ráðið felur sviðsstjóra að meta kostnað af áætluninni og vísar henni til bæjarráðs.

4.Verðkönnun á þrifum vegna heimaþjónustu

1510097

Kynntar niðurstöður verðkönnunar vegna þrifa á heimilum í heimaþjónustu.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

5.Ósk um aðstöðu fyrir jólasöfnun 2015

1510162

Mæðrastyrksnefnd hefur óskað eftir að sveitarfélagið aðstoði nefndina með húsnæði fyrir árlega jólasöfnun. Sveitarfélagið á ekki húsnæði sem hentar fyrir starfsemina og sem ekki er í annarri notkun. Erindið er lagt fram til kynningar.

6.Málstofa um nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu 18. nóvember 2015.

1511052

Velferðarráðuneyti boðar til málstofu um nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu þann 18. nóvember 2015.
Gögn um málstofuna lögð fram til kynningar.

7.Trúnaðarmál

1511058

Vísað til trúnaðarbókunar velferðar- og mannréttindaráðs.

8.Trúnaðarmál

1511057

Vísað til trúnaðarbókunar velferðar- og mannréttindaráðs.

9.Trúnaðarmál.

1511078

Vísað til trúnaðarbókunar velferðar- og mannréttindaráðs.

Fundi slitið - kl. 19:15.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00