Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

16. fundur 01. júlí 2015 kl. 16:00 - 18:10 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Fundargerð ritaði: Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Bókun stjórnar SSV um málefni fatlaðra

1506173

Lagt fram til kynningar bréf Páls Brynjarssonar, fyrir hönd stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, til Karls Björnssonar framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, varðandi fjárveitingar ríkisins til málefna fatlaðra, dags. 22. júní 2015.
Velferðar- og mannréttindaráð tekur undir bókun stjórnar SSV og beinir því til samtakanna að tryggt verði að ráðherra og ráðuneyti félagsmála verði upplýst um bókunina.

2.Fjárhagsáætlun 2016

1502210

Lögð fram til kynningar verk- og tímaáætlun vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016, sem samþykkt var á fundi bæjarráðs þann 18. júní sl.

3.Þjónusta vegna búsetu og stuðningsþjónusta

1501209

Sjá trúnaðarbókun Velferðar- og mannréttindaráðs.

4.Átak í forvörnum gegn kynferðisofbeldi

1506179

Lögð fram tillaga bæjarstjóra og sviðsstjóra, um að leitað verði eftir samstarfi við aðra aðila á svæðinu sem málið er skylt, s.s. Lögreglu, Heilbrigðisstofnun Vesturlands og Fjölbrautarskóla Vesturlands um stofnun samráðshóps um forvarnir gegn kynferðisofbeldi. Hlutverk hópsins væri m.a. að undirbúa fræðslu fyrir ungmenni á Akranesi um hvað kynferðislegt ofbeldi er og hvaða afleiðingar það hefur á heilsu og líf þolenda.
Velferðar-og mannréttindaráð samþykkir að fela sviðsstjóra að undirbúa stofnun forvarnarhóps með þátttöku starfsfólks á velferðar- og mannréttindasviði og skóla- og frístundasviði, í samvinnu við lykilstofnanir á borð við Lögregluna á Vesturlandi, heilsugæsluna á Akranesi og Fjölbrautarskóla Vesturlands með það að markmiði að undirbúa fræðslu fyrir ungmenni á Akranesi um hvað kynferðislegt ofbeldi er og hvaða afleiðingar það hefur á heilsu og líf þolenda.

5.Ósk um samstarf varðandi barna- og fjölskylduvernd

1506191

Í tölvupósti frá 3. júní 2015 óskar Sigrún Júlíusdóttir, fyrir hönd stjórnar Rannsóknarstofnunar í barna- og fjölskylduvernd eftir samstarfi við Akraneskaupstað.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar erindið en telur sér ekki fært að þiggja boðið um samstarf að svo stöddu.

6.Vesturgata 102 - breytingar

1411152

Farið yfir stöðu mála varðandi erindi um undanþágu frá viðmiðum reglugerðar 1054/2010, um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu, um lágmarksstærðir íbúða og rætt um næstu skref.
Sviðsstjóri upplýsti um samskipti við ráðuneyti félagsmála varðandi erindi um undanþágu. Formlegt svar hefur ekki borist.

7.Eignarhald og rekstur bifreiðar UI-241

1502133

Farið yfir stöðu málsins og kynntar tillögur að lausn þess sem ræddar hafa verið á fundum með aðstandendum.
Sviðsstjóra falið að halda áfram viðræðum við aðila skv. umræðum á fundinum.

Fundi slitið - kl. 18:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00