Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

10. fundur 18. mars 2015 kl. 16:30 - 18:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Fundargerð ritaði: Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri Velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá
Fundurinn hófst á vettvangsferð í Vesturgötu 102.

1.Vesturgata 102 - breytingar

1411152

Vettvangsferð í Vesturgötu 102, farin í upphafi fundar.

2.Stefnumótun Velferðar- og mannréttindasviðs

1503106

Sviðsstjóri Velferðar- og mannréttindasviðs kynnti drög að áætlun um stefnumótun í málaflokkum sem tilheyra Velferðar- og mannréttindasviði, ásamt drögum að verkefnislýsingu fyrir stefnumótun í málefnum fatlaðra.
Rætt um valkosti í skipulagi verkefnisins. Sviðsstjóra falið að hefja vinnu við stefnumótun samkvæmt umræðum á fundinum.

3.Velferðarráðuneyti - fundur í mars 2015

1502211

Sviðsstjóri Velferðar- og mannréttindasviðs sagði frá fundi fulltrúa Akraneskaupstaðar með fulltrúum velferðarráðuneytis þann 12. mars 2015 um málefni fatlaðra. Fyrir hönd Akraneskaupstaðar sátu fundinn Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og sviðsstjórarnir Jón Hrói Finnsson og Helga Gunnarsdóttir. Fulltrúar ráðuneytisins voru Bolli Bollason, ráðuneytisstjóri, Ingibjörg Broddadóttir og Rún Knútsdóttir, sérfræðingar í ráðuneytinu.
Velferðarráð samþykkir að bjóða réttindagæslumanni fatlaðs fólks á Vesturlandi og Vestfjörðum til fundar.

4.Hvalfjarðarsveit - samstarfssamningar

1412236

Í bréfi dagsettu 18. desember 2014 tilkynnir Skúli Þórðarson, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar, um ákvörðun sveitarstjórnar sveitarfélagsins um að segja upp tilteknum samstarfssamningum við Akraneskaupstað og óska eftir endurskoðun þeirra. Uppsögnin miðast við áramót og uppsagnarfrestur er 12 mánuðir. Bæjarráð Akraneskaupstaðar fjallaði um erindið á fundi sínum þann 15. janúar 2015 og bókaði eftirfarandi:

'Bæjarráð vísar erindinu til meðferðar í fagráðum Akraneskaupstaðar. Samningum er varðar ýmis málefni á sviði félags- og íþróttamála og um rekstur tónlistarskóla er vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs og samningi er varðar félagsstarf aldraðra til velferðar- og mannréttindaráðs. Bæjarráð telur eðlilegt að samstarfssamningar séu sífellt í endurskoðun og leggur áherslu á að bæði sveitarfélögin noti þetta tækifæri til að efla og þróa samstarfið áfram.'
Velferðar- og mannréttindaráð felur sviðsstjóra að kanna vilja sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar til áframhaldandi samstarfs um félagsstarf eldri borgara. Jafnframt óskar ráðið eftir upplýsingum um þátttöku íbúa Hvalfjarðarsveitar í félagsstarfinu.
Ráðið leggur áherslu á að stjórn FEBAN verði upplýst um málið.

5.Heimsendur matur 2015

1501061

Áður á dagskrá 4. fundar Velferðar- og mannréttindaráðs þann 7. janúar 2015.
Laufey Jónsdóttir kynnti minnisblað með samanburði kostnaðar og gjalda vegna heimsendingar á mat hjá Akraneskaupstað, Akureyrarkaupstað, Borgarbyggð og Kópavogi.
Ráðið þakkar Laufeyju greinargóða samantekt.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00