Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

9. fundur 04. mars 2015 kl. 15:30 - 18:15 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir formaður
 • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
 • Gunnhildur Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Sigríður Indriðadóttir varamaður
Starfsmenn
 • Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Fundargerð ritaði: Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá
Fundurinn hófst á heimsókn í Hver og Skagastaði að Suðurgötu 57 (Landsbankahúsinu).

1.Vinnumarkaðsaðgerðir Akraneskaupstaðar

1503018

Kynning á vinnumarkaðsaðgerðum á vegum Akraneskaupstaðar. Aðstaða Hvers og Skagastaða skoðuð og starfsemi þeirra kynnt fyrir fulltrúum. Að kynningunni stóðu Thelma Hrund Sigurbjörnsdóttir, forstöðumaður Hvers, Sigurður Sigursteinsson, verkefnisstjóri og Hrefna Rún Ákadóttir, félagsráðgjafi.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar starfsmönnum greinargóðar kynningar og lýsir yfir ánægju með þá starfsemi sem fram fer á vegum Hvers og Skagastaða.

2.Vesturgata 102 - breytingar

1411152

Teikningar af endurbótum á sambýlinu að Vesturgötu 102 lagðar fram til kynningar og staða verkefnisins kynnt. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri, Þorvaldur Vestmann, verkefnisstjóri á Skipulags- og umhverfissviði og Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri Skipulags- og umhverfissviðs mættu á fundinn.
Framlögð gögn yfirfarin. Sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs falið að fara yfir rekstrarforsendur sambýlisins.

Fundi slitið - kl. 18:15.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00