Fara í efni  

Umhverfisnefnd (2000-2008)

35. fundur 10. apríl 2002 kl. 17:00 - 19:10

35. fundur umhverfisnefndar haldinn á Dalbraut 8, miðvikudaginn 10. apríl 2002 og hófst hann kl. 17:00.

Mættir:  Georg Janusson, formaður,
  Jóna Adolfsdóttir,
  Þóranna Kjartansdóttir.
  Stefán Magnússon
  Hallveig Skúladóttir

Auk þeirra Hrafnkell Á. Proppé, umhverfisfulltrúi, sem ritaði fundargerð.

Fyrir tekið:

1. Mat á umhverfisáhrifum vegna stækkunar Norðuráls.
Umhverfisnefnd lýsir áhyggjum sínum yfir aukinni mengandi starfsemi á Grundartanga einkum með tilliti til vatnsverndarsvæðis bæjarins.
Nefndin telur að auka þurfi eftirlit með vatnsbólinu við Berjadalsá.
Að öðru leyti gerir umhverfisnefnd ekki athugasemdir við mat á umhverfisáhrifum vegna stækkunar Norðuráls á Grundartanga.

2. Tillögur að starfsleyfi fyrir Al, álvinnslu ehf, á Grundartanga.
Umhverfisnefnd gerir athugasemd við starfsleyfið, umhverfisfulltrúa falið að senda bréf þessa efnis.  Umhverfisnefnd lýsir áhyggjum sínum á þeim áhrifum sem aukin starfsemi leiðir af sér s.s. aukin umferð þungaflutningabíla og önnur almenn mengun.

3. Reglur um úthlutun umhverfisviðurkenninga.
Málin rædd, ákveðið að vinna frekar að þeim.

4. Drög  að samningi við Náttúruvernd ríkisins um friðlandið við Blautós.
Umhverfisnefnd samþykkir að senda Náttúruvernd ríkisins drögin til yfirlestrar.

5. Dagur umhverfisins, 25. apríl n.k..
Umhverfisnefnd stefnir að því að boðið verði uppá gönguferð með leiðsögn frá Kalmansvík að Innsta-Vogsnesi.
Einnig skal stefnt að því að halda kynningarfund um mótun umhverfisstefnu fyrirtækja og stofnana í tengslum við dag umhverfisins.

 

Fundi slitið kl. 19:10

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00