Fara í efni  

Umhverfisnefnd (2000-2008)

17. fundur 03. apríl 2000 kl. 16:00 - 18:00
17. fundur umhverfisnefndar haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu Stillholti 16-18, mánudag 3. apríl 2000 kl. 16:00


Mættir: Georg Janusson, formaður, Hallveig Skúladóttir, Jóna Adolfsdóttir, Stefán Magnússon, Þórarna Kjartansdóttir og Hrafnkell Á. Proppé, garðyrkjustjóri sem ritaði fundargerð.

1. Skipulagsbreytingar við Sólmundarhöfða.
Skúli Lýðsson, skipulagsfulltrúi, greindi fundarmönnum frá hugmyndum að breyttu skipulagi við Sólmundarhöfða. Í máli hans kom fram að göngustígur meðfram höfðanum og gamlar garðhleðslur muni fá að halda sér. Nefndin telur mikilvægt að svo verði.

2. Bréf bæjarráðs dagssett 16. mars 2000 varðandi ráðstefnu um Staðardagskrá 21.
Garðyrkjustjóri mun sækja ráðstefnuna og upplýsa nefndina um það sem þar fer fram.

3. Bréf bæjarráðs dagssett 16. mars 2000 varðandi uppsetningu listaverks eftir Jón Pétursson upp á Kalmansvíkurhólnum.
Nefndin leggst gegn því að staðsetja listaverkið upp á hólnum vegna þeirra minja sem þar leynast samkvæmt fornminjaskrá. Samkvæmt núverandi deiliskipulagi er sú kvöð á hólnum að ekki megi hrófla við honum nema að undangenginni rannsókn. Nefndin leggur til að listaverkinu verði fundin annar staður við Kalmansvík í samráði við garðyrkjustjóra.

4. Dagur umhverfisins þann 25. apríl n.k.
Garðyrkjustjóra falið að undirbúa dagskrá.

5. Önnur mál:
a. Bæklingur um trjágróður á lóðum.
Garðyrkjustjóri afhenti fundarmönnum bækling sem samtök garðyrkju- og umhverfisstjóra sveitarfélaga. Nefndin felur garðyrkjustjóra að dreifa bæklingnum í öll hús.

b. Dýraeftirlit.
Rætt um hvort ekki væri eðlilegt að allt dýraeftirlit bæjarins væri undir sömu hendi. Garðyrkjustjóra falið að vinna að tillögu þessa efnis.

c. Hreinsun bæjarins
Umhverfisnefnd telur að aðkallandi sé að hefja hreinsun í bænum hið fyrsta.

Fundi sitið kl. 18:00
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00