Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

92. fundur 06. október 2008 kl. 17:15 - 19:20

92. fundur tómstunda- og forvarnarnefndar Akraneskaupstaðar var haldinn í Þorpinu mánudaginn 6. október 2008 og hófst hann kl. 17:15.


Mætt á fundi:   Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, formaður

                      Halldór Jónsson,

                      Sævar Haukdal,

                      Bjarki Þór Aðalsteinsson

Jón Þór Þórðarson, áheyrnarfulltrúi ÍA 

Einnig sat Heiðrún Janusardóttir, verkefnisstjóri, fundinn ásamt Helgu Gunnarsdóttur sviðsstjóra sem ritaði fundargerð.


 1.    Málefni Keilufélagsins. Með fundargögnum var sent minnisblað sviðsstjóra FTÍ þar sem var farið yfir helstu þætti í starfi Keilufélags Akranes. Rætt um lausnir. Nefndarmenn eru sammála um að gra þurfi nýjan samning þar sem tekið er á þeim þáttum sem fram koma í minnisblaðinu. Helgu, Jóni Þór og Herði falið að semja drög að nýjum samningi.

2.     Drög að reglum um ?Ávísun á öflugt tómstundastarf?. Sviðsstjóri dreifði tillögum að nýjum reglum sem taka til þeirrar tómstundastarfsemi sem ávisanirnar geta gilt um. Gert er ráð fyrir að hægt verði að nota ávísanir vegna annars konar tómstundastarfs að því gefnu að viðkomandi aðilar uppfylli ákveðin skilyrði. Umsóknir verði samþykktar af tómstunda- og forvarnarnefnd. Nefndin ræddi málin og gerði athugasemdir við nokkra liði. Samþykkir reglurnar þegar tekið hefur verið tillit til athugasemda sem fram komu á fundinum.

3.     Erindi frá bæjaráði dags. 04.09.08. Bæjarráð óskar eftir umsögn nefndarinnar um erindi Marie Ann Butler, eiganda Magó Studio, þar sem óskað eftir að hægt verði að nota frístundaávísanir sem Akraneskaupstaður gefur börnum á Akranesi, í Mangó Studio, sem er dansskóli fyrir börn. Nefndin vísar til þeirra reglna sem fram koma í lið 2.

4.       Erindi frá bæjarráði dagsett 15.09.08. Bæjarráð óskar eftir umsögn tómstunda- og forvarnarnefndar vegna beiðni KSÍ um að UKÍA standi fyrir fótboltaæfingum fyrir fatlaða einstaklinga. Um er að ræða eina æfingu á viku (1 klst) og væri áætlaður kostnaður á viku kr. 4.000. Kostnaður á mánuði væri því um um kr. 16.000 fyrir hvern mánuð. Stjón UKÍA óskar eftir því við bæjarráð að þessi umræddi kostnaður verði greiddur af hálfu Akraneskaupstaðar. Tómstunda- og forvarnarnefnd tekur jákvætt í erindið en óskar eftir nánari útfærslu á hvernig að þessu yrði staðið.

5.     Erindi frá bæjarráði dagsett 1.10.08. Bæjarráð vísar erindi Brúarinnar dags. 15.09.09 til tómstunda- og forvarnarnefndar. Erindi Brúarinnar er áskorun til bæjaryfirvalda um að ávísanir á öflugt tómstundastarf nái einnig til unglinga að 18 ára aldri. Nefndarmenn styrkja heilshugar að ávísunin nái til 12 árganga hverju sinni ? frá fyrsta ári grunnskólagöngunnar að sjálfræðisaldri sbr. reglur í lið 2

6.    Verkefni nefndarinnar. Farið yfir verkefni nefndarinnar á komandi mánuðum og mat lagt á verkefni sem er á gildandi verkefnalista

7.   Önnur mál.  Formaður gerði grein fyrir því að umgengni í Akraneshöllinni hefði versnað í haust. Nefndarmenn lýsa yfir áhyggjum á ástandinu og telja að það geti leitt til að aðgengi almennings minnki.

 Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:20 

 

 

 

 

 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00