Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

89. fundur 02. júní 2008 kl. 17:00 - 18:20

89. fundur tómstunda- og forvarnarnefndar Akraneskaupstaðar var haldinn í Þorpinu, Þjóðbraut 13, mánudaginn 2. júní og hófst hann kl. 17:00.


 Mætt á fundi:         Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, formaður

                             Halldór Jónsson,

                             Sævar Haukdal,

                             Jón Þór Þórðarson, áheyrnarfulltrúi ÍA

 

Einnig sat Heiðrún Janusardóttir, verkefnisstjóri, fundinn ásamt Helgu Gunnarsdóttur sviðsstjóra sem ritaði fundargerð.  


 1.   Umsókn um svæði fyrir ?litbolta? ? Viðræður við umsækjendur. Á fundinn mættu Daníel Merlin og Robert Chylinski og gerðu grein fyrir hugmyndum sínum um að starfrækja litboltavöll á Akranesi (landnúmer 131244).  Nefndin sér ekkert því til fyrirstöðu að þeir fá úthlutað því svæði sem um ræðir og mælir með því að gerður verði samningur um landnot.

2.   Viðræður við unglingaráð Akraness. Harpa Jónsdóttir og Magnús Geir Guðmundsson mættu á fundinn. Fulltrúar frá nemendafélögum grunnskólanna og Arnardals gátu ekki mætt á fundinn þar sem nú fer fram útskrift í grunnskólunum. Þau fóru þó yfir málin fyrir fundinn og hér á eftir kemur það sem fram kom þar.

Farið yfir veturinn. Hvað hefur áunnist og hvað getum við gert betur. Unglingaráðið  er ánægt með hvernig til hefur tekist með nýja húsnæðið. Jensína vildi ítreka það sem hún sagði á bæjarstjórnarfundi unga fólksins varðandi gjaldtöku í tækjasalinn að Jaðarsbökkum. Skólanemar geta keypt kort s.k skólakort en þá mega þeir ekki nota salinn á milli kl 17 og 19.  Í rannsókninni Ungt fólk 2007 kemur fram að sífellt fleiri framhaldsskólanemendur kjósa að stunda líkamsrækt á eigin forsendum og helsta ástæðan fyrir því að þeir hætta þátttöku í íþróttum með íþróttafélögum er tímaskortur. Unglingaráðið skorar á tómstunda -og forvarnarnefnd að bæta aðgegni ungmenna að líkamsræktarstöðinni og hvetja til þess að Ávísun á öflugt íþróttastarf verði sent til allra upp að 18 ára aldri og gildi einnig í tækjasalinn.                                                 Unglingaráðið fagnar tilllögu sem fram kom í skólanefnd þess eðlis að Akranesbær marki sér heildstæða skólastefnu. Það er í anda þess sem kom fram í erindum Aðalbjargar og Engilberts á Bæjarstjórnarfundi unga fólksins sl haust. Unglingaráðið fagnar því einnig að Þorpið verður opið eitt kvöld í viku í sumar.

 Írskir dagar. Hvað viljum við hafa á dagskrá fyrir ungt fólk. Unglingaráðið hvetur til þess að við þau verði haft samráð þegar viðburðir þeim ætluðum eru settir á dagskrá. Í fyrra var sett unglingaball á sama tíma og fjölskylduhátíð í miðbænum. Unglingarnir tillheyra fjölskyldum og þess vegna mættu þau ekki á ballið. Þau vilja einnig sjá meiri þátttöku hins almenna skagamanns í hátíðarhöldunum og gera t.d götugrilllunum hærra undir höfði. Tómstunda og forvarnarnefnd hvetur unglingaráð Akraness til að hafa samband af fyrra bragði ef þau óska eftir að koma sínum málum á framfæri. 

 3.    Önnur mál. Tekið var fyrir erindi frá bæjarráði frá 29. maí sl þar sem óskað eftir umsögn tómstunda- og forvarnarnefndar varðandi bréf frá stuðningsmönnum Jakobs Baldurssonar. Með vísan til þess að nú standa yfir formlegar viðræður um aðild Kraftlyftingasambands Íslands að ÍSÍ mælir nefndin með því að umræddur styrkur verði veittur í verkefnið. Jafnframt bendir nefndin á nauðsyn þess að stofnaður verði afreksmannasjóður sem stutt getur myndarlega við bakið á afreksfólki.

 

  

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:20

 

 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00