Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

84. fundur 27. nóvember 2007 kl. 17:30 - 19:00

84. fundur tómstunda- og forvarnarnefndar Akraneskaupstaðar var haldinn á skrifstofu sviðsstjóra, Stillholti 16-18, þriðjudaginn  27. nóvember 2007 og hófst hann kl. 17:30.


 

Mætt á fundi:            Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, formaður

                               Sigrún Ósk Kristjánsdóttir

                               Bjarki Þór Aðalsteinsson, 

                               Sæmundur T. Halldórsson, varamaður

                               Jón Þór Þórðarson, áheyrnarfulltrúi ÍA

 

Einnig sat Heiðrún Janusardótt verkefnisstjóri fundinn ásamt Helgu Gunnarsdóttur sviðsstjóra sem ritaði fundargerð.


 Fyrir tekið:

 

1.    Skýrsla starfshóps ?Framtíðarsýn í æskulýðsmálum á Akranesi? hafði verið send fulltrúum í nefndinni fyrir fundinn. Í skýrslunni er fjallað um stöðuna í æskulýðsmálum í dag og mótuð framtíðarsýn varðandi starfið. Nefndin vill þakka starfshópnum og þeim sem unnu með honum fyrir skýrslunna. Nefndin tekur undir það sem fram kemur í skýrslunni og snýr að nýjum verkefnum á sviði frístundaþjónustu. En starfshópurinn telur að frístundastarf þurfi að vera í boði fyrir yngri hóp en Arnardalur þjónar í dag. Í skýrslunni er einnig fjallað um húsnæðisþörf fyrir æskulýðsstarfsemina og í því sambandi upplýsti formaður að á bæjarstjórnarfundinum í dag verði kynnt tillaga um að starfsemi Arnardals og Hvíta hússins fái gamla tónlistarskólann, Þjóðbraut 13, til afnota.  Fundarmenn lýstu ánægju með þá tilhögun og sér mörg sóknarfæri í nýrri aðstöðu.

 

2.   Styrkur til íþrótta- og tómstundafélaga. Lagðar fram upplýsingar um greiðslur til íþrótta- og tómstundafélaga vegna fyrri hluta árs 2007.

 

3.   Bæjarstjórnarfundur unga fólksins.  Rætt um þau málefni sem unga fólkið gerði að umtalsefni  á fundinum. Tómstunda- og forvarnarnefnd lítur á það sem sitt hlutverk að koma sjónarmiðum ungmennanna áfram til umfjöllunar hjá viðeigandi nefndum og stofnunum. Heiðrúnu og Helgu falið að ganga frá málinu og senda afrit til unglingaráðs.       

 

4.  Önnur mál. 

      

                                                   Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00