Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

72. fundur 06. mars 2007 kl. 17:30 - 19:30

72. fundur tómstunda- og forvarnarnefndar Akraneskaupstaðar var haldinn í Arnardal, þriðjudaginn 6. mars 2007 og hófst hann kl. 17:30.


 

Mætt á fundi:            Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, formaður

Jónína Margrét Sigmundsdóttir

Silvia Llorens Izaguirre

Sæmundur T. Halldórsson

Bjarki Þór Aðalsteinsson,

Jón Þór Þórðarson, áheyrnarfulltrúi ÍA

 

Einnig sátu Hörður Jóhannesson rekstrarstjóri íþróttamannvirkja (vék af fundi, Heiðrún Janusardóttir verkefnisstjóri æskulýðs- og forvarnarmála fundinn auk Helgu Gunnarsdóttir, sviðsstjóra, sem ritaði fundargerð.


 

Fyrir tekið:

 

1. Tillaga að reglum um úthlutun styrkja til félaga.   

Formaður og Jón Þór Þórðarson iþróttafulltrúi lögðu fram drög að endurskoðuðum reglum.  Farið var í gegnum reglurnar og gerðar breytingar á nokkrum greinum. Reglurnar verða nú sendar til tómstunda- og íþróttafélaga til umsagnar. Þeim verður gefinn tiltekinn frestur og síðan verður málið tekið fyrir að nýju.         

     

2. Hugmynd að frístundahúsi. 

Fundarmönnum kynntar hugmyndir að frístundahúsi sem rúmað gæti félagsstarf fyrir ungmenni. Nefndarmönnum finnst þetta mjög áhugaverð hugmynd og vilja að málið verði áfram skoðað. Rætt um að nefndin færi í heimsókn í Reykjanesbæ til að skoða 88 húsið.

 

3. Akraneshöllin ? reynsla fystu mánaða.

Hörður Jóhannesson sagði frá því að hann teldi að vel hefði tekist til bæði með tilliti til umgengni og nýtingar. Fyrir áramót voru tæplega 12000 komur iðkenda og eftir áramót telur hópurinn um 7000 manns. Vel hefur tekist til með úthlutun og ekki hefur þurft að vísa nokkrum frá. Ekki hafa komið upp nein stærri vandamál sem ekki hefur tekist að leysa. Fundarmenn sammála um að æskilegt sé að auglýsa aðgengi almennings að höllinni. Í dag æfir KÍA, Kári og Golffélagið. Æfingar í frjálsum íþróttum féllu niður frá og með áramótum vegna þess að þjálfarinn flutti frá Akranesi. Reynsla þessa vetrar mun nýtast vel næsta haust. Rætt um tíma fyrir leikskóla. Rætt um ýmislegt tengt starfsemi í höllinni.

 

4. Skýrsla: Könnun á íþróttaiðkun unglinga í 9. bekk á Akranesi.

Könnunin var unnin af nemendum við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Fundarmenn sammála um að efni skýrslunnar er áhugavert og þakka skýrsluhöfundum gott framtak.

 

5. Önnur mál.  

Ráðstefna á vegum FÍÆT þar sem fjallað er um málefni ungmenna eldri en 16 ára verður á föstudaginn kemur.  Heiðrún mun fara með einhverjum starfsmanna Hvíta hússins.    

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:30

 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00