Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

75. fundur 10. apríl 2007 kl. 17:30 - 19:20

75. fundur tómstunda- og forvarnarnefndar Akraneskaupstaðar var haldinn í fundarherbergi bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18, þriðjudaginn 10. apríl 2007 og hófst hann kl. 17:30.


 

Mætt á fundi:  Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, formaður

Jónína Margrét Sigmundsdóttir

Silvia Llorens Izaguirre

Sæmundur T. Halldórsson

Bjarki Þór Aðalsteinsson,

Jón Þór Þórðarson, áheyrnarfulltrúi ÍA

 

Einnig sat Heiðrún Janusardóttir verkefnisstjóri æskulýðs- og forvarnarmála fundinn auk Helgu Gunnarsdóttir, sviðsstjóra, sem ritaði fundargerð.


 

Fyrir tekið:

 

1. Málefni vinnuskólans. 

Einar Skúlason rekstrarstjóri vinnuskólans mætti á fundinn og gerði grein fyrir helstu þáttum í rekstri vinnuskólans. Reiknað er með svipuðu fyrirkomulagi og undanfarin ár. Nokkur óvissa er með þátttöku elstu unglinganna þar sem aukin eftirspurn er eftir þeirra vinnukrafti.  Einar kynnti umsóknir um störf flokksstjóra en færri umsóknir bárust nú en undangengin ár. Ráðnir verða 14 flokksstjórar. Einar kynnti að nú væru að fæðast tillögur að því hvernig vinnuskólinn getur betur komið til móts við þarfir unglinga með fötlun. En hann hefur ásamt Svölu Hreinsdóttur verkefnisstjóra og Halldóru Garðarsdóttur deildarstjóra sérdeildar Brekkubæjarskóla hafa verið að vinna að tillögum í því skyni að halda betur utan um þennan hóp.

Einnig kynnti Einar að nú yrði komið á fót nýju verkefni á vegum vinnuskólans. Sex unglingar verða ráðnir til að aðstoða við alls kyns verkefni sem til falla hjá markaðsfulltrúa. Það geta verið verkefni sem tengjast uppákomum í bænum og þjónustu við ferðamenn á ýmsum sviðum. Einar upplýsti fundarmenn  um að margir unglingar í vinnuskólunum sinna verkefnum fyrir Knattspyrnufélagið og Golfklúbbinn allt sumarið. 

Spurt var hvort flokksstjórar fari á námskeið áður en þeir hefja störf. Sótt var um til Starfsmenntasjóðs til námskeiðahalds í samvinnu við vinnuskólann í Borgarbyggð og Símenntunarmiðstöðina á Vesturlandi. Einnig var rætt um öryggismál, verkefni og fleira tengt vinnuskólanum.

 

Einar fór af fundi kl.18:30.

 

2. Erindi frá bæjarráði dags. 16.03.07.  

Bæjarráð fékk erindi frá Skotfélagi Akraness þar sem óskað er eftir aðstöðu til að æfa Olympíska skotfimi. Formaður hefur kynnt sér málið frekar og hugmyndir félagsins eru að með nokkrum lagfæringum er hægt að gera góða aðstöðu í kjallara Íþróttahússins við Vesturgötu.

 

Nefndin óskar eftir því að bæjarráð láti kanna hver kostnaðurinn er við að ráðast í þessar breytingar.

 

3. Önnur mál.

Sagt frá ferð í Reykjanesbæ þar sem skoðað var 88 húsið og félagsmiðstöð fyrir unglinga.

 

Hildur Karen lagði fram eftirfarandi tillögu.:

 

,,Tómstunda- og forvarnarnefnd leggur til að bæjarstjórn Akranes skoði þann möguleika að Akraneskaupstaður greiði þjálfara- og leiðbeinendakostnað vegna þjálfunar barna á grunnskólaaldri í íþrótta- og tómstundastarfi hjá viðurkenndum íþrótta- og tómstundafélögum á Akranesi.  Í þessu skyni óskar nefndin eftir því að íþróttafulltrúi ÍA leggi fram upplýsingar um hver kostnaður vegna þjálfunar og leiðbeiningar barna á grunnskólaaldri hefur verið síðustu tvö ár. "

  

Nefndarmenn styðja þessa tillögu heilshugar.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:20

 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00