Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

63. fundur 19. september 2006 kl. 17:38 - 19:00

63. fundur tómstunda- og forvarnarnefndar Akraneskaupstaðar var haldinn í fundarherbergi, Stillholti 16 -18, mánudaginn 18. september 2006 og hófst hann kl. 17:00.


 

Mætt á fundi:            Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, formaður

Sigrún Ósk Kristjánsdóttir

Silvia Llorens Izaguirre

Helgi Pétur Magnússon

Jón Þór Þórðarson, áheyrnarfulltrúi ÍA

                                 

Einnig sat Helga Gunnarsdóttir, sviðsstjóri  fundinn og ritaði fundargerð.


 

Fyrir tekið:

 

1. Starf forvarnarfulltrúa.

Með fundarboði voru send drög að starfslýsingu. Talsverðar umræður urðu um málið og eru fulltrúar nefndarinnar sammála um að þörf sé fyrir starfsmann sem sinnir þeim verkefnum sem fjallað er um í starfslýsingu. Nefndarmenn eru sammála um að óska eftir umsögn um starfslýsinguna frá skólameistara FVA, skólastjórnendum grunnskólanna, unglingaráði Akraness, lögreglunnar, sviðsstjóra fjölskyldusviðs og æskulýðsfulltrúa. Sviðsstjóra falið að senda málið til umsagnar ofangreindra aðila.

 

 

2. Önnur mál. 

Rætt um framkvæmd írskra daga sl. sumar. Formanni falið að koma sjónarmiðum nefndarinnar á framfæri.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00.

 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00