Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

58. fundur 22. júní 2006 kl. 17:00 - 18:30

58. fundur tómstunda- og forvarnarnefndar Akraneskaupstaðar var haldinn í skrifstofu sviðsstjóra fræðslu-, tómstunda- og íþróttasviðs, Stillholti 16 -18, fimmtudaginn 22. júní 2006 og hófst hann kl. 17:00.


 

Mætt á fundi:            Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, formaður

                               Silvía Llorens Izguirre
                               Sæmundur T. Halldórsson

Áheyrnarfulltrúi:        Jón Þór Þórðarson frá ÍA

 

Fleiri nefndarmenn ekki mættir.

                                

Einnig sat Ragnheiður Þórðardóttir, deildarstjóri skrifstofuþjónustu, fundinn og ritaði fundargerð.


 

Formaður bauð fundarmenn velkomna til þessa fyrsta fundar nefndarinnar á nýju kjörtímabili og vonast eftir að eiga gott samstarf við alla þá aðila sem koma að tómstunda- og forvarnarmálum bæjarins.

 

Fyrir tekið:

 

1.  Starf nefndarinnar.

Formaður lagði fram og kynnti m.a. fyrir nefndarmönnum erindisbréf tómstunda- og forvarnarnefndar. 

Íþróttafulltrúi ÍA vill koma á framfæri ánægju sinni með gott og skilvirkt samstarf milli Íþróttabandalagsins og Akraneskaupstaðar og væntir góðs samstarfs við nýskipaða nefnd.

 

2.  Heilsdagsskóli ? íþrótta- og tómstundaskóli.

Formaður og íþróttafulltrúi ÍA gerðu grein fyrir því starfi sem er að fara af stað í haust varðandi íþrótta- og tómstundaskóla fyrir börn í 1. ? 2. bekk.

 

3.  Bréf Huldu Gestsdóttur, mótt. 15.6.2006, þar sem óskað er aðstoðar Akraneskaupstaðar við útvegun húsnæðis vegna stofnunar söngskóla fyrir börn og unglinga.

Bréfið lagt fram. Tómstunda- og forvarnarnefnd fagnar framtakinu og felur sviðsstjóra fræðslu-, tómstunda- og íþróttasviðs að kanna málið frekar.

 

4.  Önnur mál.

 • Landshlutaskýrsla um heilsu og lífskjör skólanema 2006, unnin af Háskólanum á Akureyri og Lýðheilsustöð - Útgefin í maí 2006. Formaður kynnti skýrsluna og samantekt varðandi útkomu skólanema á Akranesi í skýrslunni.

 

 • Ályktanir 68. íþróttaþings ÍA frá 28. ? 29. apríl 2006 varðandi sveitarfélög og stuðning við íþróttastarf,  um sveitarfélög, uppbyggingu og rekstur íþróttamannvirkja, og tillögu um samstarf skóla og íþróttamála.

          Lagt fram.  Íþróttafulltrúi ÍA gerði grein fyrir ályktununum.

 

 • Minnisblað Jóns Þórs Þórðarsonar, íþróttafulltrúa ÍA, dags. 22. júní 2006, varðandi verkefni ÍA og Akraneskaupstaðar.   

          Íþróttafulltrúi ÍA gerði grein  yrir  fyrirliggjandi  samstarfsverkefnum.  Tómstunda- og forvarnarnefnd þakkar íþróttafulltrúa góða samantekt og óskar eftir áframhaldandi góðu samstarfi. 

 

 • Skv. tilmælum frá ÍSÍ til íþróttahreyfingarinnar í landinu fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar um að halda til haga helstu stefnumálum framboða varðandi íþróttamál lagði íþróttafulltrúi ÍA fram yfirlit yfir helstu atriði í stefnuskrá stjórnmálaflokkanna á Akranesi.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00