Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

49. fundur 25. ágúst 2005 kl. 17:00 - 19:00

49. fundur tómstunda- og forvarnarnefndar Akraness haldinn í fundarherbergi, Stillholti 16 -18 , fimmtudaginn 25. ágúst  2005 kl. 17:00.


Mætt á fundi:              Hjördís Hjartardóttir, formaður

                                 Hildur Karen Aðalsteinsdóttir

                                 Sævar Haukdal

                                 Þorsteinn Benónýsson

                                 Eydís Líndal Finnbogadóttir

                                

Áheyrnarfulltrúar:      Jón Þór Þórðarson frá ÍA

                     

Einnig sat Helga Gunnarsdóttir, sviðsstjóri fræðslu-, tómstunda- og íþróttasviðs fundinn og ritaði fundargerð. Einar Skúlason æskulýðsfulltrúi sat fundinn frá kl 17:00 ? 18:00 meðan rætt var um fyrsta lið á dagskránni.


 

Fyrir tekið:

 

1.  Æskulýðsstarf veturinn 2005 ? 2006.

Fjallað um starfsemi í félagsmiðstöðinni Arnardal og Hvítahúsinu.

 

Dagskrá Hvíta hússins mun taka nokkrum breytingum frá fyrri árum. Almennur opnunartími verður styttur en meiri áhersla lögð á klúbbastarf og aðkomu ungmenna að dagskránni. Endurhæfingasmiðja verður þrisvar í viku frá 21. september til loka apríl á vegum m.a. fjölskyldusviðs og Símenntundarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi. Almenn opnun er ráðgerð á þriðjudögum frá kl. 14:00 ? 23:00, miðvikudagar frá kl.12:00 ? 17:00, og á fimmtudögum frá kl. 14:00 ? 23:00.  Nokkrir hópar hafa aðstöðu utan hefðbundins opnunartíma. Til viðbótar verða viðburðir og uppákomur sem ákveðnar verða í samráði við m.a. NFFA.

 

Almennur opnunartími félagsmiðstöðvarinnar Arnardals er ráðgerður sem hér segir: mánudaga og miðvikudaga frá kl. 15:00 ? 18:00 og síðan þriðjudaga og fimmtudaga kl. 19:30 ? 22:00 og föstudagskvöld frá kl. 20:00 ? 23:00 að auki verður hópastarf síðdegis, sennilega þrisvar í viku.  

 

Á næstu dögum verður farið yfir sameiginleg verkefni grunnskólanna og Arnardals og ákveðnar dagsetningar fyrir stærri viðburði vetrarins.  Einar sagði einnig frá því að um miðjan september mun aðstaða fyrir hljómsveitir verða tilbúin í kjallara íþróttahússins að Vesturgötu.

 

2.  Æfingaaðstaða utanhúss.

Ljóst er að malarvöllur sem nýttur hefur verið til utanhússæfinga verður ekki aðgengilegur í vetur.  Málið verður tekið til umræðu við yfirþjálfara, vallarvörð og rekstrarstjóra þróttamannvirkja.

 

3.  Viðræður við starfshóp um framtíðarskipulag laugasvæðisins á Jaðarsbökkum.

Farið var yfir helstu atriði málsins og hvaða möguleikar eru í stöðinni. Ánægja er með þann heildarsvip sem næst fram með fyrirliggjandi tillögu en nefndin mælir með að nýja laugin verði 8 brautir og áhersla lögð á gott fjölskyldusvæðið.

 

4.  Önnur mál.

Bréf frá bæjarráði dagsett 25. ágúst 2005 þar sem óskað var eftir umsögn nefndarinnar varðandi starfslýsingar æskulýðsfulltrúa og forstöðumanns Hvíta hússins og Arnardal. Sviðsstjóra falið að koma niðurstöðum umræðunnar á framfæri við bæjarráð.

 

Fleira ekki gert ? fundi slitið kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00