Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

47. fundur 06. júní 2005 kl. 17:30 - 19:15

47. fundur tómstunda- og forvarnarnefndar Akraness haldinn í fundarherbergi, Stillholti 16 -18 , mánudaginn 6. júní  2005 kl. 17:30.


Mætt á fundi: Hjördís Hjartardóttir, formaður
 Hildur Karen Aðalsteinsdóttir
 Sævar Haukdal
 
Áheyrnarfulltrúar:      Jón Þór Þórðarson frá ÍA
 

 
Einnig sat Hörður Jóhannesson rekstrarstjóri íþróttamannvirkja fundinn sem og Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri fræðslu-, tómstunda- og íþróttasviðs sem ritaði fundargerð.


Fyrir tekið:


1. Samningur við ÍA um þreksal í íþróttahúsinu við Vesturgötu.

Hörður Jóhannesson kynnti drög að samningi að ÍA yfirtaki rekstur á þreksal í Íþróttahúsinu við Vesturgötu en hann og Jón Þór hafa gert samningsdrögin í sameiningu.  Drögin rædd og unnið áfram að málinu í samræmi við umræður fundarins.

 

2. Verkefni nefndarinnar haustið 2005.

Fyrir liggur að fara þarf yfir úthlutunarreglur vegna þeirra styrkja sem Akraneskaupstaður veitir íþróttafélögunum og móta reglur um hvernig staðið skuli að niðurgreiðslu vegna systkinaafsláttar. Einnig endurskoðun á reglur um húsaleigu- og æfingastyrki ÍA og Akraneskaupstaður. Endurskoðun afreksmannastyrkja. Skerpa forvarnarþátt í starfi nefndarinnar m.a. stuðning við starf foreldra þ.m.t. foreldraröltið. Fá kynningu á vetrarstarfi í Arnardal og Hvíta húsinu.


3. Önnur mál
? Lagður fram til kynningar samningur sem Akraneskaupstaður hefur gert við Ísólf Haraldsson.

 

? Áritaður ársreikingur Bíóhallarinnar fyrir árið 2004.


? Lagt fram bréf bæjarráðs þar sem óskað er eftir umsögn tónstunda- og forvarnarnefndar um framkomnar tillögur að sundlaug og uppbyggingu íþróttamiðstöðvar. Nefndin mun fjalla um tillögurnar á næsta fundi.


? Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra frá fundi 2. júní sl. um starf í Arnardal og Hvíta húsinu.
? Lagt fram tölvubréf frá bæjarstjóra þar sem óskað er eftir umfjöllun nefndarinnar um réttmæti þess að bjóða upp á ljósaböð að Jaðarsbökkum en fjallað var um málið á bæjarstjórnarfundi.  Nefndarmenn sammála um að það verði skoða gaumgæfilega hvort endurnýja eigi samninginn við Sundfélagið þegar gildandi samningur rennur út. Sviðsstjóra falið að auka fræðslu um skaðsemi ljósabekkja í samstarfi við Sundfélagið.


? Fjallað var um gjaldskrá íþróttamiðstöðvarinnar og hvaða undanþágur geta verið frá gjaldskránni. Hörður telur að hann hafi heimild til að veita nokkurn afslátt þegar um ákveðna hópa er að ræða. Niðurstaða umræðunnar er sú að gagnleg sé að útbúa reglur um þetta. Samþykkt að fela Herði að semja tillögu að einföldum reglum sem hann leggur fyrir nefndina í haust.

                                                                                  

Fleira ekki gert ? fundi slitið kl. 19:15.

 

 

 

 

 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00