Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

46. fundur 23. maí 2005 kl. 17:00 - 18:00

46. fundur tómstunda- og forvarnarnefndar haldinn í fundarherbergi Stillholti 16 -18, mánudaginn 23. maí 2005 kl. 17:00.


Mætt á fundi:            Hjördís Hjartardóttir, formaður

                                 Hildur Karen Aðalsteinsdóttir

                                 Sævar Haukdal

Áheyrnarfulltrúar:      Jón Þór Þórðarson ÍA

                                   

Einnig sat Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri fræðslu-, tómstunda- og íþróttasviðs fundinn og ritaði fundargerð.


 

Fyrir tekið:

 

1.  Æfingaraðstaða fyrir hljómsveitir.

Fram er komin kostnaðaráætlun vegna framkvæmda í kjallara íþróttahússins á Vesturgötu. Heildarkostnaður er áætlaður kr. 1.240.000.- Gert er ráð fyrir að framkvæmdir eigi sér stað í sumar og aðstaðan verði tilbúin í haust.

Sviðsstjóra er falið að senda erindi til bæjarráðs og óska eftir fjárveitingu til verksins.

 

2. Brettaaðstaða.

Fram er komin hugmynd frá Grundaskóla að því að koma brettaaðstöðu fyrir við hlið gervigrasvallarins og farið verði verði í framkvæmdir samhliða jarðvegsframkvæmdum í tengslum við gervigrasvöllinn.

Nefndin er sammála um að óska eftir því við bæjarráð að fótboltavöllurinn verði örlítið færður til og farið í framkvæmdir vegna brettaaðstöðu. Ljóst er að aukafjárveitingu þarf til þannig að hægt verði að ráðast í kaup á nokkrum brettaleiktækjum.

 

3.  Bréf frá ÍA.  

Jón Þór lagði fram bréf frá ÍA þar sem óskað er eftir að gerður verði sambærilegur samningur milli ÍA og Akraneskaupstaðar um þreksalinn í Íþróttahúsinu við Vesturgötu og er í gildi um þreksalinn á Jaðarsbökkum. Nefndin lýsir yfir stuðningi við málefnið og óskar eftir heimild bæjarráðs til að vinna áfram að málinu.

 

4.  Önnur mál.

Tekið fyrir erindi frá bæjarráði þar sem óskað er umsagnar nefndarinnar varðandi aðstöðu fyrir motorcross iðkendur.

Fundarmenn taka jákvætt í erindið en leggja áherslu á að við val á svæði fyrir motorcross þarf að hugað að nábýli við aðra útivistariðkun og að motorcross iðkendur verða að stofna félag innan akstursíþróttahreyfingarinnar þannig að þeir geti axlað ábyrgð á rekstri og umsjón svæðisins. Nefndin telur að vinna verði kostnaðaráætlanir vegna verkefnisins, stofnkostnað sem og rekstrarkostnað.

 

Fleira ekki gert ? fundi slitið kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00