Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

34. fundur 24. júní 2004 kl. 12:00 - 14:00

34. fundur í tómstunda- og forvarnarnefnd var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu,  fimmtudaginn 24. júní 2004 og hófst hann kl. 12.00.


 

Mættir:    Hjördís Hjartardóttir, formaður                                            

               Lárus Ársælsson

               Njáll Vikar Smárason

               Katrín Rós Baldursdóttir

                                            

Íþróttabandalag Akraness:   J

               Jón Þór Þórðarson

 

Sviðsstjóri tómstunda-        

 og forvarnarsviðs:              

               Aðalsteinn Hjartarson (fundarritari)


Dagskrá fundar:

 

1.  Hátíðarhöld 2004 ? staða mála.

Sviðsstjóri skýrði frá stöðu mála.

 

2.  Myndband um íþróttamannvirki Akraneskaupstaðar.

Sýnt var nýtt kynningarmyndband um íþróttamannvirki Akraneskaupstaðar.  Myndbandið verður birt á akranes.is í heild og í hlutum og það verður einnig  notað í auglýsingaskyni í Bíóhöllinni.

 

3.  Reglugerð um afslætti til hópa og félagasamtaka í íþróttamannvirki.

Reglugerð samþykkt með breytingum.

 

4.  Ferð stúlknahóps til Kosice í Slóvakíu (On the wings of friendship).

Sviðsstjóri lýsti ferð sem farin verður á vegum Arnardals til Slóvakíu.  Fengist hefur styrkur frá UFE (Ungt fólk í Evrópu) til ferðarinnar.

 

5.  Önnur mál

Sviðsstjóri sagði frá námskeiði sem haldið verður á vegum UFN (Ungt fólk á Norðurlöndum) og Arnardals á Akranesi dagana 10. ? 15. ágúst 2004 þar sem farið verður yfir æskulýðsstarf í litlum sveitarfélögum.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.15

 

Næsti fundur verður haldinn eftir 10. ágúst 2004

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00