Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

19. fundur 11. september 2003 kl. 17:00 - 19:00

19. fundur í tómstunda- og forvarnarnefnd var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu,  mánudaginn 11. september 2003 og hófst hann
kl. 17:00
.


Mættir:   Hjördís Hjartardóttir, formaður 
 Njáll Vikar Smárason
 Eydís Líndal Finnbogadóttir 
 Hallveig Skúladóttir
 Sævar Haukdal (fundarritari)

Íþróttabandalag Akraness :Jón Þór Þórðarson

Sviðsstjóri tómstunda- 
 og forvarnarsviðs:   Aðalsteinn Hjartarson


Dagskrá fundar:

 

1. Upplýsingar sviðsstjóra
Sviðstjóri kynnti samstarf við NFFA, Lögreglu, sýslumanni og skólayfirvöldum FVA, er varðar eftirlit á skólaböllum FVA og samstarf um forvarnir. Ýmsar hugmyndir eru uppi um vímulausar skemmtanir.
Vinna við Bjarnalaug er lokið og lítur það verk vel út. Opnun laugarinnar er áætluð 15. september.
Endurbætur á bikarsal Jaðarsbakkaíþróttamiðstöðvarinnar eru langt komnar.
Vetrarstarf Arnardals er hafið.

 

2. Umsögn tómstunda- og forvarnar vegna tillögu KÍA um stækkun stúku á Akranesvelli
Samkvæmt viljayfirlýsingu sem undirrituð var þann 27.2.03 hefur Akraneskaupstaður og KIA lýst sig reiðubúna til að athuga hvaða leiðir skulu farnar til að fjölga áhorfendasætum á Akranesvelli í 1000 sæti fyrir árið 2007.  Nefndin telur að hugmyndir KÍA sem lagðar voru fram til bæjarráðs þann 21.8.03 séu áhugaverðar og vert sé að skoða þær nánar þegar þar að kemur.  Nefndin telur jafnframt að fyrst þurfi að ljúka deiliskipulagsferli Jaðarsbakkasvæðisins áður en farið verður í að safna tilboðum og hugmyndum  hugsanlegrar stækkunnar stúkunnar á Akranesvelli.

 

3. Erindi markaðs- og atvinnuskrifstofu
Tómstunda- og forvarnarnefnd hefur tekið erindi atvinnu- og markaðsskrifstofu Akraneskaupstaðar til umfjöllunar.  Nefndin felur sviðsstjóra tómstunda- og forvarnarsviðs að upplýsa alla þá sem að málum koma um opnunartíma íþróttamiðstöðvarinnar á meðan á sýningu stendur.  Lögð er áhersla á gott upplýsingaflæði til almennings vegna opnunartíma sundlaugar og þreksalar sem og niðurfellingar tíma í íþróttahúsi.

Varðandi opnun sýningarinnar föstudaginn 26. september 2003, kl. 15.00 - 19.00 leggur nefndir til að áfengar veigar verði ekki veittar.  Ef ákveðið verður að veita áfengi við þetta tilefni skal tryggt að engin umferð verði milli sýningarsvæðis og afgreiðslu laugar.


4. Erindi hestamannafélagsins Dreyra
Sviðstjóra er falið að hafa samband við bréfritara um að umsóknir skulu berast á þar til gerðum eyðublöðum og sendar til Bæjarráðs.
 

5. Þakkarbréf frá Grundaskóla vegna verðlauna við skólaslit 2003.
Lagt fram.

 

6. Heilsdagsskóli ? tómstundaskóli
Upplýsingar varðandi heilsdagsskóla / tómstundaskóla í Reykjanesbæ lagðar fram. Nefndin felur sviðsstjóra að vinna áfram að málinu. 

 

7. Gjaldskrá íþróttamannvirkja
Frestað til næsta fundar.

 

8. Reglugerð styrktarsjóða
Viðmiðunarreglur eru samþykktar með breytingum samkvæmt umræðum á fundinum og sviðstjóra falið að leggja reglurnar fyrir bæjaráð til staðfestingar.

 

9. Forvarnarmál ? hvað er í gangi
Sviðsstjóri leggur fram fundargerð framkvæmdanefndar um forvarnir og fundar sem haldinn var með fulltrúum FVA, lögreglu, sýslumanni, fulltrúum NFFA og sviðsstjóra tómstunda- og forvarnarsvið. 

 

10. Önnur mál


Fleirra ekki gert, fundi lauk  kl. 19.30

 

Næsti fundur nefndarinnar verður 16. september kl. 20.00

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00