Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

11. fundur 13. mars 2003 kl. 18:00 - 20:00

11. fundur í tómstunda- og forvarnarnefnd var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu, fimmtudaginn 13. mars 2003 og hófst hann kl. 18:00.

______________________________________________________________

Mættir:   Hjördís Hjartardóttir, formaður
 Katrín Rós Baldursdóttur.
 Sævar Haukdal ritari
 Eydís Líndal Finnbogadóttir
Sviðsstjóri tómstunda-
 og forvarnarsviðs:   Aðalsteinn Hjartarson.

______________________________________________________________
Fyrir tekið:

 

1. Upplýsingar frá sviðsstjóra.

 • Skipulagsmál: sviðstjóri gerði grein fyrir fjárveitingu og skipunlag nefndar um skipulagsmál vegna Jaðarsbakkasvæðis.
 • Afgreiðslukerfi er í vinnslu fyrir íþróttahúsið á Jaðarsbökkum.
 • Sviðsstjóra falið að klára undirbúning vegna matarboðs fyrir Íslandsmeistara bæjarins 18 ára og yngri.
 • Sviðsstjóri gerði grein fyrir starfsáætlun sviðsins ársins 2003.
 • Lokaskýrsla Þjónustukönnunar lögð fram.
 • Sviðsstjóri gerði grein fyrir helstu tölum um aðsókn að Bíóhöllinni árið 2003.
 • Sviðstjóri gerði grein fyrir könnun um vímuefna og reykingar á Akranesi. Þar sést greinilega jákvæð þróun í þeim efnum og nefndin hvetur alla sem vinna að forvarnarmálum í bæjarfélaginu að halda áfram á sömu braut.

 

2. Kosning fulltrúa nefndar í starfshóp vegna vinnu við skipulagsmál íþróttasvæðisins að Jaðarsbökkum og útivistarsvæðisins við Langasand.
Formanni falið að vera fulltrúi nefndarinnar.

 

3. Vínveitingaleyfi Bíóhallarinnar.
Vísað til aukafundar í nefndinni sem haldur verður klukkan 12.30 föstudaginn 14. mars 2003.

 

4. Jónsmessuhátíð.
Sviðstjóra falið að vinna að hugmyndum að dagskrá.
 
5.  Önnur mál.
Nefndarfulltrúar benda á þá staðreynd að fundir nefndarinnar eru of fáir vegna anna.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19.40.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00