Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

10. fundur 13. febrúar 2003 kl. 18:00 - 20:15

10. fundur í tómstunda- og forvarnarnefnd ársins 2003 var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu, fimmtudaginn 13. febrúar 2003, og hófst hann kl. 18:00.

_______________________________________________________________
Mættir:   Hjördís Hjartardóttir, formaður
 Katrín Rós Baldursdóttur
 Hallveig Skúladóttir
Áheyrnarfulltrúi: Sturlaugur Sturlaugsson
Sviðsstjóri tóm-
stunda og forvarnarsviðs:   Aðalsteinn Hjartarson, ritaði fundargerð
Auk þess mætti til
viðræðna formaður skipulagsnefndar:  Magnús Guðmundsson

_______________________________________________________________
Fyrir tekið:

1. Skipulagsmál.
Magnús Guðmundsson, formaður skipulagsnefndar, kynnti störf nefndarinnar og leggur línurnar fyrir vinnu tómstunda- og forvarnarnefndar í skipulagsmálum.
Sviðsstjóri tómstunda- og forvarnarsviðs fær það verkefni að sækja um fjárveitingu til bæjarráðs til að setja á stofn vinnuhóp vegna deiliskipulags og framtíðarsýnar íþróttasvæðisins á Jaðarsbökkum og útivistarsvæðisins á Langasandi.

2. Upplýsingar frá sviðsstjóra.
Sviðsstjóri upplýsir um starfsemi sviðsins.

3. Golfklúbburinn í kjallara íþróttahússins við Vesturgötu.
Nefndin er sammála því að Golfklúbbnum Leyni verði úthlutað hluta kjallara íþróttahússins við Vesturgötu.

4. Bréf frá UMFÍ.
Bréf lagt fram. Sviðsstjóra er falið að svara UMFÍ.

5. Umsókn Samfés um styrk vegna átaks gegn reykingum.
Nefndin samþykkir að beina því til bæjarráðs að styrkja þetta verkefni.

6. Samningur um rekstur ljósabekkja í íþróttamiðstöðinni að Jaðarsbökkum.
Nefndin mælir með að samningur verði framlengdur.

7. Vínveitingaleyfi í Bíóhöllinni.
Málið var rætt og afgreiðslu frestað til næsta fundar.

8. Hugmyndir um nýtt rekstrarform þrekaðstöðunnar í íþróttamiðstöðinni að Jaðarsbökkum.
Hugmyndir kynntar og málið rætt.

9. Niðurstöður  þjónustukönnunar íþróttamannvirkja Akraness kynntar.
Hluti af niðurstöðum kynntar.

 10. Stefnumótun ? næstu skref.
Máli frestað til næsta fundar.

11. Önnur mál.
Tómstunda- og forvarnarnefnd vill koma á framfæri hamingjuóskum til aðstandenda leiksýningarinnar Frelsi sem nú er sýnt í Grundaskóla við mjög góðar undirtektir.  Er sýningin skólanum og bænum til mikils sóma og eiga þátttakendur hrós skilið fyrir.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:15.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00