Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

4. fundur 17. september 2002 kl. 18:00 - 20:00

4. fundur í tómstunda- og forvarnarnefnd var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu, þriðjudaginn 17. september 2002, og hófst hann kl. 18:00.

Mættir:   Hjördís Hjartardóttir, formaður,
 Katrín Rós Baldursdóttir,
 Hallveig Skúladóttir,
 Sævar Haukdal,
 Eydís Líndal Finnbogadóttir.
Áheyrnarfltr.  Sturlaugur Sturlaugsson.

Fyrir tekið:

1. Forvarnarmál. Á fundinn mættu Helga Gunnarsdóttir menningar- og skólafulltrúi, Sigurður Arnar Sigurðsson deildarstjóri unglingastigs og Einar Viðarsson umsjónarmaður félagsstarfs í Grundaskóla. Sigurður Arnar og Einar gerðu grein fyrir skipulagi félagsstarfs í Grundaskóla. Helstu nýjungar eru að starfsemi sem hefur gengið undir nafninu ?opið hús? hefur verið lögð niður. Í stað þess verður boðið upp á frístundaval þar sem nemendur geta valið á milli mismunandi námskeiða. Skipulagið gerir ráð fyrir að foreldrar eða aðrir aðstandendur geti tekið þátt með nemendum.  Rætt var um ýmis forvarnarmál og ræddar mögulegar leiðir til þess að efla samstarf milli aðila í þeim málum.  Einnig voru ræddar hugmyndir um að Akraneskaupstaður setji sér forvarnarstefnu sem tæki til alls forvarnarstarfs innan hans.

2. Önnur mál.

Rætt um sjóð sem ætlaður er til styrktar íþróttar og tómstundarstarfi.  Formanni falið að leita gagna frá öðrum bæjarfélögum um sambærilega sjóði vegna undirbúnings úthlutunarreglna.

Rætt var um vímuvarnarstefnu Íþróttabandalagsins og formanni þess falið að hnykkja betur á henni við félög innan þess.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00