Fara í efni  

Stýrihópur um stefnumótun Akraneskaupstaðar

13. fundur 22. nóvember 2023 kl. 16:00 - 18:00 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir formaður
 • Líf Lárusdóttir aðalmaður
 • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
 • Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri
 • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
 • Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
 • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Stefnumótun Akraneskaupstaðar

2209259

Farið verður yfir helstu niðurstöður frá starfsmannafundinum um heildarstefnuna sem var 15. nóvember 2023. Jafnframt verður skoðuð samantekt frá barna- og ungmennaþingi sem haldið var í október 2023. Unnið að lokaútgáfu stefnunnar og aðgerðaáætlunar.
Orðalag í stefnu uppfært m.v. ábendingar frá starfsmannafundi. Rætt um innleiðingu stefnunnar, aðgerðaáætlunina, og nefndur sá möguleiki að nýta sérstakan hugbúnað til að halda utan um slíka innleiðingu. Óskað hefur verið eftir fundi með stofnun á Akranesi sem er að nýta hugbúnað við innleiðingu sinnar stefnu. Rætt um efni frá ungmenna- og barnaþingi, en það mun nýtast í aðgerðaáætlun. Stefnt að lokayfirlestri gagna eftir rúma viku þegar formaður og verkefnastjóri eru búnar að vinna í lokafrágangi efnis. Stefnan verður lögð fyrir bæjarstjórn til samþykktar þann 12. desember 2023.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00