Fara í efni  

Stýrihópur um stefnumótun Akraneskaupstaðar

8. fundur 02. maí 2023 kl. 16:00 - 18:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir formaður
 • Líf Lárusdóttir aðalmaður
 • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
 • Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri
 • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Stefnumótun Akraneskaupstaðar

2209259

Áfram haldið vinnu við stefnuáherslur, markmið og aðgerðaáætlun.
Farið yfir efni sem unnið hefur verið að milli funda. Unnið að því að skilgreina betur verkefni og markmið undir hverri stefnuáherslu. Ákveðið að hafa næsta fund stýrihóps mánudaginn 8. maí og halda þessari vinnu áfram.
Bæjarráð tók fyrir beiðni stýrihópsins um að fresta skilum til 31. maí og samþykkti á fundi ráðsins 27.04.2023. Þar kom jafnframt fram beiðni til hópsins um að kynna stöðuna á verkefninu fyrir bæjarfulltrúum á næsta vinnufundi bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00